Með íslenskan búfénað á bandarísku bóndabýli 13. desember 2010 06:00 Lisa Richards með íslenskt lamb og hvolpa sem eru undan íslensku fjárhundunum Dísu og Bjarka. „Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvernig dýrin eru ræktuð,“ segir bóndakonan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eiginmaður hennar, reka Mack Hill-bóndabýlið í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sérstakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég ætti efni á íslenskum hestum,“ segir Richards, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjölbreytni hænsanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frekar stórt. Þannig að við vildum sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir Richards um upphafið á íslensku búfénaðsinnrásinni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka getað mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill-bóndabýlið er sjálfbært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgjæfari búfénaði. Ásamt því að selja ull framleiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænunum og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lambakjötið er mjög verðmætt,“ segir Richards. „Samkvæmt Whole Foods-versluanrkeðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sammála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjárhundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýningu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala fénu, svínunum, beljunum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðislegir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvernig dýrin eru ræktuð,“ segir bóndakonan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eiginmaður hennar, reka Mack Hill-bóndabýlið í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sérstakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég ætti efni á íslenskum hestum,“ segir Richards, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjölbreytni hænsanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frekar stórt. Þannig að við vildum sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir Richards um upphafið á íslensku búfénaðsinnrásinni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka getað mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill-bóndabýlið er sjálfbært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgjæfari búfénaði. Ásamt því að selja ull framleiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænunum og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lambakjötið er mjög verðmætt,“ segir Richards. „Samkvæmt Whole Foods-versluanrkeðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sammála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjárhundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýningu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala fénu, svínunum, beljunum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðislegir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira