Lífið

Hætt með kærastanum

Rumer Willis. MYND/BANG Showbiz
Rumer Willis. MYND/BANG Showbiz

Rumer Willis, 22 ára, er hætt með kærastanum, leikaranum Micah Alberti.

Rumer, sem er dóttir Bruce Willis og Demi Moore, er að jafna sig eftir skilnaðinn en sambandið, sem stóð yfir í tvö ár, gekk ekki upp.

Parið kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2008 á frumsýningu kvikmyndarinnar The House Bunny. Þau voru óaðskiljanleg á meðan allt lék í lyndi.

Nú hefur Rumer endað sambandið og er byrjuð að sækja næturklúbbana þar sem hún dansar til að gleyma.

Vinur Rumer sagði í viðtali við Life & style tímaritið: „Henni líður ekki vel yfir sambandsslitunum en hún er staðráðin í að halda áfram að lifa lífinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.