Lífið

Börnin láta blekkjast

Naomi Watts. MYND/Cover Media
Naomi Watts. MYND/Cover Media

Börn leikkonunnar Naomi Watts, 42 ára, skilja hvorki né og vita hvað hún starfar við að hennar sögn.

Þau Sasha og Samuel, sem eru þriggja ára og 21 mánaða gömul, sem hún á með sambýlismanni sínum, leikaranum Liev Schreiber, halda að hún starfi öllum stundum í hjólhýsi.

„Börnin okkar halda að við vinnum í hjólhýsum. Þau skilja þetta ekki ennþá," sagði Naomi.

Nú standa yfir tökur á kvikmyndinni The Impossible þar sem Naomi fer með eitt af aðalhlutverkum. Hún var nýkomin úr blóðugu atriði þegar börnin hittu hana í hjólhýsi á tökustað.

„Þau komu í hjólhýsið mitt en það sem verra var var að þau sáu mig í slæmu ástandi. Ég varð að útskýra fyrir þeim að allt var í plati en ég held ég verði að útskýra fyrir þeim seinna hvernig þetta virkar allt saman," sagði Naomi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.