Segir trúarbrögð eigi í takmörkuðu mæli að fá aðgang að skólum Valur Grettisson skrifar 13. nóvember 2010 16:56 Ögmundur Jónasson ávarpaði kirkjuþingið í dag. „Enda þótt ég sé almennt þeirrar skoðunar að trúarbrögð eigi í mjög takmörkuðum mæli að fá aðgang að skólastofnunum, þá þarf að hyggja að ábendingum skólafólks um að ekki megi vanrækja skólann sem mikilvægan vettvang til að ná til mismunandi trúar- og menningarheima," sagði Ögmundur Jónasson, kirkjumálaráðherra, í ræðu sinni á kirkjuþingi í dag. Þar var hann að vísa til umræðunnar um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem vill bannað trúboð í grunnskólum borgarinnar. Ögmundur segir þau viðhorf heyrast viðruð að ganga eigi í gagnstæða átt og að trúarlíf eigi að fá ríkulegri aðgang að stofnunum, skólum og öllu opinberu lífi en nú er. Hann segir þessi viðhorf síður en svo einskorðuð við einhver ein trúarbrögð. Og hann biður þjóðkirkjuna að hafa það í huga. Svo sagði Ögmundur: „Verði okkur úthýst úr skólum og stofnanalífi, segir þessi hópur, hljótum við, með hliðsjón af þeim grunnreglum sem halda ber í heiðri um trúfrelsi og virðingu fyrir rétti minnihlutahópa, að fá að stofna sérstaka skóla með áherslu á okkar trúarbrögð með öflugum styrk frá ríkinu og ekki minni en almennir skólar fá. Þetta viðhorf er vissulega til staðar hér á landi og hefur íslenkst samfélag svarað því, til dæmis með því að styrkja kaþólskan skóla í Reykjavík. Ekki er hann hverfisskóli en stuðningurinn byggist á þessari almennu afstöðu um að virða beri vilja fólks og er óháð því hvort vilji fólks tengist trúarbrögðum eða skólastefnu. En hversu langt værum við reiðubúin að ganga í þessu efni? Á að virða rétt allra trúarbragða með þessum hætti inni í stofnanakerfi landsins?" Að lokum hvatti hann presta til dáða í þeim mótbyr sem þjóðkirkjan stendur í þessa dagana og bað þá um að beygja sig af auðmýkt en ekki hroka. Hann sagði orðrétt: „Getum við hafið okkur yfir erfiðleikana? Getum við orðið sterkari eftir en áður? Getum við látið áföllin efla okkur? Svarið er já, en því aðeins að við beygjum okkur og hugleiðum í auðmýkt en ekki í hroka. Tengdar fréttir Vilja Róbert Spanó í rannsóknarnefnd kirkjunnar Fyrri umræðu lauk í dag um fyrsta mál kirkjuþings er varðar starfsreglur um rannsóknarnefnd. 13. nóvember 2010 16:41 Biskup Íslands: Rangt að tala um ríkisrekna kirkju Kirkjuþing var sett í morgun í Grensáskirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hélt setningaræðu og fór víða í henni en uppbygging samfélagsins, grunngildi og von var efni ávarpsins. Hann sagði meðal annars að það væri rangt að tala um að hér væri ríkisrekin kirkja. 13. nóvember 2010 11:34 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira
„Enda þótt ég sé almennt þeirrar skoðunar að trúarbrögð eigi í mjög takmörkuðum mæli að fá aðgang að skólastofnunum, þá þarf að hyggja að ábendingum skólafólks um að ekki megi vanrækja skólann sem mikilvægan vettvang til að ná til mismunandi trúar- og menningarheima," sagði Ögmundur Jónasson, kirkjumálaráðherra, í ræðu sinni á kirkjuþingi í dag. Þar var hann að vísa til umræðunnar um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem vill bannað trúboð í grunnskólum borgarinnar. Ögmundur segir þau viðhorf heyrast viðruð að ganga eigi í gagnstæða átt og að trúarlíf eigi að fá ríkulegri aðgang að stofnunum, skólum og öllu opinberu lífi en nú er. Hann segir þessi viðhorf síður en svo einskorðuð við einhver ein trúarbrögð. Og hann biður þjóðkirkjuna að hafa það í huga. Svo sagði Ögmundur: „Verði okkur úthýst úr skólum og stofnanalífi, segir þessi hópur, hljótum við, með hliðsjón af þeim grunnreglum sem halda ber í heiðri um trúfrelsi og virðingu fyrir rétti minnihlutahópa, að fá að stofna sérstaka skóla með áherslu á okkar trúarbrögð með öflugum styrk frá ríkinu og ekki minni en almennir skólar fá. Þetta viðhorf er vissulega til staðar hér á landi og hefur íslenkst samfélag svarað því, til dæmis með því að styrkja kaþólskan skóla í Reykjavík. Ekki er hann hverfisskóli en stuðningurinn byggist á þessari almennu afstöðu um að virða beri vilja fólks og er óháð því hvort vilji fólks tengist trúarbrögðum eða skólastefnu. En hversu langt værum við reiðubúin að ganga í þessu efni? Á að virða rétt allra trúarbragða með þessum hætti inni í stofnanakerfi landsins?" Að lokum hvatti hann presta til dáða í þeim mótbyr sem þjóðkirkjan stendur í þessa dagana og bað þá um að beygja sig af auðmýkt en ekki hroka. Hann sagði orðrétt: „Getum við hafið okkur yfir erfiðleikana? Getum við orðið sterkari eftir en áður? Getum við látið áföllin efla okkur? Svarið er já, en því aðeins að við beygjum okkur og hugleiðum í auðmýkt en ekki í hroka.
Tengdar fréttir Vilja Róbert Spanó í rannsóknarnefnd kirkjunnar Fyrri umræðu lauk í dag um fyrsta mál kirkjuþings er varðar starfsreglur um rannsóknarnefnd. 13. nóvember 2010 16:41 Biskup Íslands: Rangt að tala um ríkisrekna kirkju Kirkjuþing var sett í morgun í Grensáskirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hélt setningaræðu og fór víða í henni en uppbygging samfélagsins, grunngildi og von var efni ávarpsins. Hann sagði meðal annars að það væri rangt að tala um að hér væri ríkisrekin kirkja. 13. nóvember 2010 11:34 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira
Vilja Róbert Spanó í rannsóknarnefnd kirkjunnar Fyrri umræðu lauk í dag um fyrsta mál kirkjuþings er varðar starfsreglur um rannsóknarnefnd. 13. nóvember 2010 16:41
Biskup Íslands: Rangt að tala um ríkisrekna kirkju Kirkjuþing var sett í morgun í Grensáskirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hélt setningaræðu og fór víða í henni en uppbygging samfélagsins, grunngildi og von var efni ávarpsins. Hann sagði meðal annars að það væri rangt að tala um að hér væri ríkisrekin kirkja. 13. nóvember 2010 11:34