Nýtum tækifærið 13. mars 2010 06:00 Íslenska heilbrigðiskerfið er eitt það besta í heimi. Það státar af vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki, er vel tækjum búið og byggt á sterkum innviðum. Í þessum gæðum felast tækifæri sem við getum nýtt til atvinnusköpunar með miklum ávinning fyrir íslenskt samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið byggir bæði á þjónustu hins opinbera og þjónustu einstaklinga og er ljóst að þjónustan er fyrir alla þótt reksturinn sé höndum einkaaðila og þjónustustofnana í eigu ríkisins. Þetta fyrirkomulag leiðir ekki til tvöfalds heilbrigðiskerfis enda koma greiðslur í báðum tilvikum fyrir þjónustuna að hluta eða öllu leyti úr sameiginlegum sjóðum. Iceland Healthcare er fyrirtæki sem vill bjóða erlendum sjúklingum upp á bæklunaraðgerðir og offituaðgerðir sem bið er eftir í þeirra heimalöndum. Þetta er gert með samningum við erlend ríki. Fyrirtækið er ekki með samninga við íslenska ríkið og mun ekki bjóða Íslendingum þjónustu sína nema ríkið óski eftir því. Það er því mikill misskilningur að Iceland Healthcare muni skapa hér tvöfalt heilbrigðiskerfi eða draga úr jöfnuði í íslenska heilbrigðikerfinu. Að blanda tilkomu þessa fyrirtækis við umræðuna um tvöfalt heilbrigðiskerfi hlýtur að vera byggt á misskilningi. Til þess að ná árangri verða fyrirtæki eins og Iceland Healthcare að geta boðið gæðaþjónustu á hagstæðu verði í húsnæði sem stenst alþjóðlegar kröfur. Af þeim sökum sóttist fyrirtækið eftir samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sem státar af glæsilegum skurðstofum og framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Lengi hefur verið hefð fyrir því að einkaaðilar geri slíka samstarfssamninga við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni um skurðstofuaðstöðu, hvort sem um sé að ræða aðila sem rukka skjólstæðinga sína beint eða aðila sem þiggja greiðslur að hluta eða öllu leyti frá ríkinu. Slíkt samstarf felur í sér ávinning fyrir alla aðila þar sem stofnunin skapar sér sértekjur sem hún getur nýtt til þess að efla þjónustu við íbúa á svæðinu. Það vakti því undrun mína og fleiri starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, þegar í ljós kom að slíkt samstarf af hálfu stjórnvalda var ekki litið jákvæðum augum, ekki síst þegar litið er til þess að fyrir slíku samstarfi séu mörg fordæmi og að á svæðinu er atvinnuleysið mest á landsvísu. Það hlýtur að vera hagkvæmt fyrir alla aðila að leigja Iceland Healtcare og öðrum einkaaðilum aðstöðu þar sem hún hefur verið byggð upp, en er vannýtt. Nú hefur verið ákveðið að loka skurðstofum HSS á vormánuðum þessa árs sem mun hafa í för með sér stórskerta þjónustu við íbúa á svæðinu, ekki síst fæðandi konur. Ég hvet aðila til þess að endurskoða afstöðu sína og vinna saman til hagsbóta fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og íbúa á svæðinu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið er eitt það besta í heimi. Það státar af vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki, er vel tækjum búið og byggt á sterkum innviðum. Í þessum gæðum felast tækifæri sem við getum nýtt til atvinnusköpunar með miklum ávinning fyrir íslenskt samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið byggir bæði á þjónustu hins opinbera og þjónustu einstaklinga og er ljóst að þjónustan er fyrir alla þótt reksturinn sé höndum einkaaðila og þjónustustofnana í eigu ríkisins. Þetta fyrirkomulag leiðir ekki til tvöfalds heilbrigðiskerfis enda koma greiðslur í báðum tilvikum fyrir þjónustuna að hluta eða öllu leyti úr sameiginlegum sjóðum. Iceland Healthcare er fyrirtæki sem vill bjóða erlendum sjúklingum upp á bæklunaraðgerðir og offituaðgerðir sem bið er eftir í þeirra heimalöndum. Þetta er gert með samningum við erlend ríki. Fyrirtækið er ekki með samninga við íslenska ríkið og mun ekki bjóða Íslendingum þjónustu sína nema ríkið óski eftir því. Það er því mikill misskilningur að Iceland Healthcare muni skapa hér tvöfalt heilbrigðiskerfi eða draga úr jöfnuði í íslenska heilbrigðikerfinu. Að blanda tilkomu þessa fyrirtækis við umræðuna um tvöfalt heilbrigðiskerfi hlýtur að vera byggt á misskilningi. Til þess að ná árangri verða fyrirtæki eins og Iceland Healthcare að geta boðið gæðaþjónustu á hagstæðu verði í húsnæði sem stenst alþjóðlegar kröfur. Af þeim sökum sóttist fyrirtækið eftir samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sem státar af glæsilegum skurðstofum og framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Lengi hefur verið hefð fyrir því að einkaaðilar geri slíka samstarfssamninga við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni um skurðstofuaðstöðu, hvort sem um sé að ræða aðila sem rukka skjólstæðinga sína beint eða aðila sem þiggja greiðslur að hluta eða öllu leyti frá ríkinu. Slíkt samstarf felur í sér ávinning fyrir alla aðila þar sem stofnunin skapar sér sértekjur sem hún getur nýtt til þess að efla þjónustu við íbúa á svæðinu. Það vakti því undrun mína og fleiri starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, þegar í ljós kom að slíkt samstarf af hálfu stjórnvalda var ekki litið jákvæðum augum, ekki síst þegar litið er til þess að fyrir slíku samstarfi séu mörg fordæmi og að á svæðinu er atvinnuleysið mest á landsvísu. Það hlýtur að vera hagkvæmt fyrir alla aðila að leigja Iceland Healtcare og öðrum einkaaðilum aðstöðu þar sem hún hefur verið byggð upp, en er vannýtt. Nú hefur verið ákveðið að loka skurðstofum HSS á vormánuðum þessa árs sem mun hafa í för með sér stórskerta þjónustu við íbúa á svæðinu, ekki síst fæðandi konur. Ég hvet aðila til þess að endurskoða afstöðu sína og vinna saman til hagsbóta fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og íbúa á svæðinu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun