Innlent

Rafmagnslaust á Selfossi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölbrautaskóli Suðurlands. Rafmagni sló út á Selfossi í kvöld. Mynd/ Pjetur.
Fjölbrautaskóli Suðurlands. Rafmagni sló út á Selfossi í kvöld. Mynd/ Pjetur.
Rafmagnslaust hefur verið á Selfossi í kvöld. Lögreglumaður sem Vísir talaði við segir að rafmagni hafi slegið út öðru hvoru og telur hann að þetta sé bundið við hluta af Selfossi en ekki allt hverfið.

Þá vildi lögreglumaðurinn koma því á framfæri að mikil hálka væri fyrir austan Selfoss. Árekstur varð á áttunda tímanum í kvöld við Landvegamót. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×