Vonlaust samfélag? 1. apríl 2010 06:00 Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeitingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöldmáltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stendur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúðar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Baráttan fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skírdags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífstákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeitingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöldmáltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stendur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúðar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Baráttan fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skírdags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífstákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar