Vonlaust samfélag? 1. apríl 2010 06:00 Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeitingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöldmáltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stendur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúðar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Baráttan fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skírdags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífstákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeitingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöldmáltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stendur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúðar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Baráttan fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skírdags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífstákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar