Að smala köttum Birgir Hermannsson skrifar 1. apríl 2010 06:00 Birgir Hermannsson skrifar um stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir líkir samstarfinu við VG við kattasmölun. Þetta þarf ekki að koma á óvart, enda hefur á ýmsu gengið í samstarfi flokkanna. Við myndun ríkisstjórnar gera flokkar með sér samkomulag um málefni og verkaskiptingu. Ef hluti þingmanna er óánægður með málefnin og störf ríkisstjórnarinnar skapar það óvissu um stöðu stjórnarinnar og getu hennar til að framfylgja stefnunni. Við þetta hefur ríkisstjórnin mátt búa síðan sumarið 2009, enda virðist hluti þingflokks VG ekki samstiga ríkisstjórninni. Þó að ríkisstjórnin sé hefðbundin meirihlutastjórn þá hefur hún haft ýmis augljós einkenni minnihlutastjórnar. Í samsteypustjórnum þarf að semja um mál. Í umræðum síðan í haust hefur gjarnan verið vísað í VG sem klofinn flokk. Annars vegar flokk formannsins og hins vegar „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar. Frá sjónarmiði Jóhönnu virðist vera um að ræða stuðningsmenn formannsins annars vegar og hins vegar ósamstæðan hóp þingmanna sem þarf „að smala“. Samningar verða því flóknari en ella. Það skiptir ekki öllu máli hvort sjónarhornið við tökum: Ríkisstjórnin hefur ekki tryggan meirihluta. Þetta þýðir þó ekki endilega að hún sé völt í sessi. Minnihlutastjórnir geta setið árum saman án teljandi vandræða. Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa brugðist við þessu með ýmsum hætti upp á síðkastið. Mest hefur verið talað um að „þétta raðirnar“. Þetta þýðir í raun að staða mála verði viðurkennd með formlegum hætti, t.d. því að „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar verði hluti af ríkisstjórninni og hún því einskonar þriggjaflokkastjórn. Einnig er hægt að hugsa sér hefðbundna aðferð minnihlutastjórna: ríkisstjórnin semur við hluta þingsins um framgang mála. Ef illa gengur að smala þingmönnum VG er sá möguleiki auðvitað til staðar að semja við aðra flokka. Ekki er gott að segja hversu raunhæfar þessar lausnir eru. Augljós skoðanamunur og innanflokksátök VG eru viðkvæmt mál, „smölun“ þeirra óánægðu gæti því orðið erfið, hvað þá samningar við aðra flokka. Mín skoðun er sú að minnihlutastjórn um nokkurt skeið væri ekki slæmt skref fyrir íslensk stjórnmál. Slíkt myndi hvetja til samninga og lausna fremur en uppblásinna ræðuhalda og átaka. Ókosturinn er augljóslega sá að íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálaleiðtogar kunna lítt til verka þegar minnihlutastjórnir eru annars vegar. Það er einnig ljóst að verkefnin sem leysa þarf eru þau erfiðustu sem nokkur ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur staðið frammi fyrir. Við lausn slíkra verkefna er endalaus kattasmölun ekki líkleg til árangurs. Því miður. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Birgir Hermannsson skrifar um stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir líkir samstarfinu við VG við kattasmölun. Þetta þarf ekki að koma á óvart, enda hefur á ýmsu gengið í samstarfi flokkanna. Við myndun ríkisstjórnar gera flokkar með sér samkomulag um málefni og verkaskiptingu. Ef hluti þingmanna er óánægður með málefnin og störf ríkisstjórnarinnar skapar það óvissu um stöðu stjórnarinnar og getu hennar til að framfylgja stefnunni. Við þetta hefur ríkisstjórnin mátt búa síðan sumarið 2009, enda virðist hluti þingflokks VG ekki samstiga ríkisstjórninni. Þó að ríkisstjórnin sé hefðbundin meirihlutastjórn þá hefur hún haft ýmis augljós einkenni minnihlutastjórnar. Í samsteypustjórnum þarf að semja um mál. Í umræðum síðan í haust hefur gjarnan verið vísað í VG sem klofinn flokk. Annars vegar flokk formannsins og hins vegar „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar. Frá sjónarmiði Jóhönnu virðist vera um að ræða stuðningsmenn formannsins annars vegar og hins vegar ósamstæðan hóp þingmanna sem þarf „að smala“. Samningar verða því flóknari en ella. Það skiptir ekki öllu máli hvort sjónarhornið við tökum: Ríkisstjórnin hefur ekki tryggan meirihluta. Þetta þýðir þó ekki endilega að hún sé völt í sessi. Minnihlutastjórnir geta setið árum saman án teljandi vandræða. Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa brugðist við þessu með ýmsum hætti upp á síðkastið. Mest hefur verið talað um að „þétta raðirnar“. Þetta þýðir í raun að staða mála verði viðurkennd með formlegum hætti, t.d. því að „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar verði hluti af ríkisstjórninni og hún því einskonar þriggjaflokkastjórn. Einnig er hægt að hugsa sér hefðbundna aðferð minnihlutastjórna: ríkisstjórnin semur við hluta þingsins um framgang mála. Ef illa gengur að smala þingmönnum VG er sá möguleiki auðvitað til staðar að semja við aðra flokka. Ekki er gott að segja hversu raunhæfar þessar lausnir eru. Augljós skoðanamunur og innanflokksátök VG eru viðkvæmt mál, „smölun“ þeirra óánægðu gæti því orðið erfið, hvað þá samningar við aðra flokka. Mín skoðun er sú að minnihlutastjórn um nokkurt skeið væri ekki slæmt skref fyrir íslensk stjórnmál. Slíkt myndi hvetja til samninga og lausna fremur en uppblásinna ræðuhalda og átaka. Ókosturinn er augljóslega sá að íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálaleiðtogar kunna lítt til verka þegar minnihlutastjórnir eru annars vegar. Það er einnig ljóst að verkefnin sem leysa þarf eru þau erfiðustu sem nokkur ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur staðið frammi fyrir. Við lausn slíkra verkefna er endalaus kattasmölun ekki líkleg til árangurs. Því miður. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun