Innlent

Hafísinn stefnir á Vestfirði

Hafís, sem kominn var norð- vestur fyrir landið, rekur nú í austurátt og stefnir Vestfirði.

Klukkan átta í gærkvöldi var ístunga úr stærri ísspöng í 30 sjómílna fjarlægð frá Barða, sem er á milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar, og var talsvert rek á ísnum þannig að hann gæti verið kominn mun nær landi núna.

Ekkert skip er á þessum slóðum þessa stundina og því óljóst hversu nálægt landi hafísinn er kominn








Fleiri fréttir

Sjá meira


×