Lífið

Börnin mikilvægari en peningar

Seal. MYND/BANG Showbiz
Seal. MYND/BANG Showbiz

Söngvarinn Seal, 47 ára, hefur í gegnum tíðina neitað að taka við verkefnum sem eru vel launuð því hann vill njóta þess að vera með fjölskyldunni.

Söngvarinn, sem gerði garðinn frægan með laginu „Kiss from a Rose", elur upp fjögur börn ásamt eiginkonu sinni, fyrirsætunni Heidi Klum.

Leni, 6 ára, sem Heidi á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Flavio Briatore, Henry, 5 ára, Johan, 3 ára og Lou, 11 mánaða, eiga hug hans allan en Seal segir framann algjört aukaatriði þegar kemur að börnunum.

„Þetta eru engin vísindi. Að vera fjölskyldumaður er virkilega gaman og fullnægjandi og þess vegna kýs ég að forgangsraða. Það er allt og sumt," sagði Seal.

„Við höfum bæði neitað störfum þar sem okkur voru boðnar gríðarlega háar peningaupphæðir af því að okkur finnst tími fjölskyldunnar skipta meira máli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.