Hagsmunir hverra? 19. mars 2010 06:00 Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum er óvenjulegt um þessar mundir. Mörg eru undir forsjá ríkisbanka eða kröfuhafa þrotabúa bankanna. Fyrir önnur er alger óvissa um framtíð reksturs og eignarhalds því ekki hefur verið tekið á þeirra málum. Þetta ófremdarástand leiðir til óheilbrigðra vinnubragða og því þarf sem fyrst að koma skikki á eignarhald atvinnufyrirtækja og koma þeim í hendur eigenda sem hafa þekkingu á rekstrinum og hag af því að hann gangi vel. Verðmæti og störf eru í húfi og það er þjóðarhagur að endurskipulagning á eignarhaldi gangi sem hraðast fyrir sig. Að þessu marki er unnið á mörgum vígstöðvum. Löggjafinn vinnur að nýrri lagasetningu um fjármálafyrirtæki og kynntar hafa verið sameiginlegar verklagsreglur banka um úrlausn skuldavanda. Bankar, skilanefndir, skiptastjórar og fleiri starfa að því að skýra eignarhald, með samningum við fyrri eigendur eða sölu á fyrirtækjum. Engum dylst mikilvægi þess að endurskipulagning atvinnulífs sé hafin yfir vafa um að óeðlilega sé staðið að málum. Öll slík tilvik torvelda nauðsynlegt umbreytingarferli sem nú þegar gengur allt of hægt. Í endurskipulagningu af þessu tagi er hætt við að hagsmunir heildar rekist á við hagsmuni aðila sem mest áhrif hafa á ákvarðanir og framkvæmd. Til dæmis er mögulegt að áherslur í starfi banka og skilanefnda gangi út á að hámarka endurheimtur eigna fremur en að stuðla að skilvirkum rekstri á grunni vaxtamunar og þóknanatekna. Óheppilegar afleiðingar slíkra áherslna eru að söluvænleg fyrirtæki eru ekki seld fyrr en seint og um síðir eða að lítt lífvænlegum fyrirtækjum er haldið gangandi vegna greiðsluflæðis til skemmri tíma. Með þessum hætti er stuðlað að óheilbrigðri samkeppni og hægari aðlögun framboðs til samræmis við breytta eftirspurn í hagkerfinu, sem hefur slæmar afleiðingar á rekstrarumhverfi og hag neytenda. Það er vonandi að sameiginlegar verklagsreglur og ný löggjöf um eignarhald fjármálafyrirtækja á félögum í ótengdum rekstri dragi eitthvað úr þessum vanda en svo virðist sem heimildir fjármálafyrirtækja til eignarhalds séu enn allt of rúmar. Að undanförnu hefur mikið verið lagt upp úr gagngerri endurskoðun stjórnarhátta fyrirtækja. Því til stuðnings gáfu Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífs og Kauphöll Nasdaq OMX nýverið út verulega uppfærðar leiðbeiningar um stjórnarhætti þar sem m.a. er lögð áhersla á óhæði stjórnarmanna til að auka gagnsæi og bæta trúverðugleika. Mikilvægi stjórnarháttaviðmiða er óumdeilt og sérstaklega brýnt að eftir þeim sé farið í umsvifamestu fyrirtækjum landsins, sem m.a. eru skilanefndir og bankar og fyrirtæki sem rekin eru á þeirra ábyrgð. Því miður hafa hins vegar of mörg tilvik óheppilegra hagsmunaárekstra komið upp í endurskipulagningu atvinnulífs að undanförnu. Dæmi eru um að skiptastjórar skipa sjálfa sig sem söluaðila eigna og þiggja þóknun bæði fyrir stjórn skipta og sölu. Dæmi eru um að bankar stofni eignarhaldsfélög og skipi sömu einstaklinga í flest viðkomandi fyrirtækja, oft starfsmenn bankans. Dæmi eru um að skilanefndir úthluti verkefnum til nátengdra aðila og stundum virðist beinlínis hvati til að klára ekki þau erfiðu mál sem þar liggja, þó afgerandi fordæmi liggi fyrir annars staðar og heildarhagsmunir ýti á skjóta afgreiðslu. Svona væri hægt að telja áfram. Óháð þeim tilvikum þar sem vel hefur tekist til virðist sem hagsmunir þeirra sem starfa á vegum banka, skilanefnda eða þrotabúa gangi of oft framar augljósum hag heildarinnar. Það er auðvitað ekki svo að ágætt fólk sem starfar nú að ofangreindum verkefnum vilji ekki vel. Kerfið ýtir hins vegar ekki alltaf undir fagleg vinnubrögð, gagnsæi og skilvirkni. Að því verður að huga og lagfæra það sem miður fer. Lágmarkskrafan sem nú er uppi um endurskipulagningu atvinnulífs, er að til stjórnarhátta sé vandað og að ferlið sé hafið yfir vafa um annarleg vinnubrögð eða hagsmuni. Hvert slíkt tilvik leggur stein í götu nauðsynlegrar endurskipulagningar og kemur í veg fyrir sátt og traust á atvinnulífinu. Þetta þurfa allir sem vinna að endurskipulagningunni að hafa í huga. Hrösun veldur því að efnahagslífið réttir ekki úr kútnum eins og annars væri mögulegt og lífskjör sitja eftir í sama mæli. Það er óásættanlegt fyrir alla Íslendinga og aðra sem hér hafa hagsmuna að gæta til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum er óvenjulegt um þessar mundir. Mörg eru undir forsjá ríkisbanka eða kröfuhafa þrotabúa bankanna. Fyrir önnur er alger óvissa um framtíð reksturs og eignarhalds því ekki hefur verið tekið á þeirra málum. Þetta ófremdarástand leiðir til óheilbrigðra vinnubragða og því þarf sem fyrst að koma skikki á eignarhald atvinnufyrirtækja og koma þeim í hendur eigenda sem hafa þekkingu á rekstrinum og hag af því að hann gangi vel. Verðmæti og störf eru í húfi og það er þjóðarhagur að endurskipulagning á eignarhaldi gangi sem hraðast fyrir sig. Að þessu marki er unnið á mörgum vígstöðvum. Löggjafinn vinnur að nýrri lagasetningu um fjármálafyrirtæki og kynntar hafa verið sameiginlegar verklagsreglur banka um úrlausn skuldavanda. Bankar, skilanefndir, skiptastjórar og fleiri starfa að því að skýra eignarhald, með samningum við fyrri eigendur eða sölu á fyrirtækjum. Engum dylst mikilvægi þess að endurskipulagning atvinnulífs sé hafin yfir vafa um að óeðlilega sé staðið að málum. Öll slík tilvik torvelda nauðsynlegt umbreytingarferli sem nú þegar gengur allt of hægt. Í endurskipulagningu af þessu tagi er hætt við að hagsmunir heildar rekist á við hagsmuni aðila sem mest áhrif hafa á ákvarðanir og framkvæmd. Til dæmis er mögulegt að áherslur í starfi banka og skilanefnda gangi út á að hámarka endurheimtur eigna fremur en að stuðla að skilvirkum rekstri á grunni vaxtamunar og þóknanatekna. Óheppilegar afleiðingar slíkra áherslna eru að söluvænleg fyrirtæki eru ekki seld fyrr en seint og um síðir eða að lítt lífvænlegum fyrirtækjum er haldið gangandi vegna greiðsluflæðis til skemmri tíma. Með þessum hætti er stuðlað að óheilbrigðri samkeppni og hægari aðlögun framboðs til samræmis við breytta eftirspurn í hagkerfinu, sem hefur slæmar afleiðingar á rekstrarumhverfi og hag neytenda. Það er vonandi að sameiginlegar verklagsreglur og ný löggjöf um eignarhald fjármálafyrirtækja á félögum í ótengdum rekstri dragi eitthvað úr þessum vanda en svo virðist sem heimildir fjármálafyrirtækja til eignarhalds séu enn allt of rúmar. Að undanförnu hefur mikið verið lagt upp úr gagngerri endurskoðun stjórnarhátta fyrirtækja. Því til stuðnings gáfu Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífs og Kauphöll Nasdaq OMX nýverið út verulega uppfærðar leiðbeiningar um stjórnarhætti þar sem m.a. er lögð áhersla á óhæði stjórnarmanna til að auka gagnsæi og bæta trúverðugleika. Mikilvægi stjórnarháttaviðmiða er óumdeilt og sérstaklega brýnt að eftir þeim sé farið í umsvifamestu fyrirtækjum landsins, sem m.a. eru skilanefndir og bankar og fyrirtæki sem rekin eru á þeirra ábyrgð. Því miður hafa hins vegar of mörg tilvik óheppilegra hagsmunaárekstra komið upp í endurskipulagningu atvinnulífs að undanförnu. Dæmi eru um að skiptastjórar skipa sjálfa sig sem söluaðila eigna og þiggja þóknun bæði fyrir stjórn skipta og sölu. Dæmi eru um að bankar stofni eignarhaldsfélög og skipi sömu einstaklinga í flest viðkomandi fyrirtækja, oft starfsmenn bankans. Dæmi eru um að skilanefndir úthluti verkefnum til nátengdra aðila og stundum virðist beinlínis hvati til að klára ekki þau erfiðu mál sem þar liggja, þó afgerandi fordæmi liggi fyrir annars staðar og heildarhagsmunir ýti á skjóta afgreiðslu. Svona væri hægt að telja áfram. Óháð þeim tilvikum þar sem vel hefur tekist til virðist sem hagsmunir þeirra sem starfa á vegum banka, skilanefnda eða þrotabúa gangi of oft framar augljósum hag heildarinnar. Það er auðvitað ekki svo að ágætt fólk sem starfar nú að ofangreindum verkefnum vilji ekki vel. Kerfið ýtir hins vegar ekki alltaf undir fagleg vinnubrögð, gagnsæi og skilvirkni. Að því verður að huga og lagfæra það sem miður fer. Lágmarkskrafan sem nú er uppi um endurskipulagningu atvinnulífs, er að til stjórnarhátta sé vandað og að ferlið sé hafið yfir vafa um annarleg vinnubrögð eða hagsmuni. Hvert slíkt tilvik leggur stein í götu nauðsynlegrar endurskipulagningar og kemur í veg fyrir sátt og traust á atvinnulífinu. Þetta þurfa allir sem vinna að endurskipulagningunni að hafa í huga. Hrösun veldur því að efnahagslífið réttir ekki úr kútnum eins og annars væri mögulegt og lífskjör sitja eftir í sama mæli. Það er óásættanlegt fyrir alla Íslendinga og aðra sem hér hafa hagsmuna að gæta til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun