Hagsmunir hverra? 19. mars 2010 06:00 Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum er óvenjulegt um þessar mundir. Mörg eru undir forsjá ríkisbanka eða kröfuhafa þrotabúa bankanna. Fyrir önnur er alger óvissa um framtíð reksturs og eignarhalds því ekki hefur verið tekið á þeirra málum. Þetta ófremdarástand leiðir til óheilbrigðra vinnubragða og því þarf sem fyrst að koma skikki á eignarhald atvinnufyrirtækja og koma þeim í hendur eigenda sem hafa þekkingu á rekstrinum og hag af því að hann gangi vel. Verðmæti og störf eru í húfi og það er þjóðarhagur að endurskipulagning á eignarhaldi gangi sem hraðast fyrir sig. Að þessu marki er unnið á mörgum vígstöðvum. Löggjafinn vinnur að nýrri lagasetningu um fjármálafyrirtæki og kynntar hafa verið sameiginlegar verklagsreglur banka um úrlausn skuldavanda. Bankar, skilanefndir, skiptastjórar og fleiri starfa að því að skýra eignarhald, með samningum við fyrri eigendur eða sölu á fyrirtækjum. Engum dylst mikilvægi þess að endurskipulagning atvinnulífs sé hafin yfir vafa um að óeðlilega sé staðið að málum. Öll slík tilvik torvelda nauðsynlegt umbreytingarferli sem nú þegar gengur allt of hægt. Í endurskipulagningu af þessu tagi er hætt við að hagsmunir heildar rekist á við hagsmuni aðila sem mest áhrif hafa á ákvarðanir og framkvæmd. Til dæmis er mögulegt að áherslur í starfi banka og skilanefnda gangi út á að hámarka endurheimtur eigna fremur en að stuðla að skilvirkum rekstri á grunni vaxtamunar og þóknanatekna. Óheppilegar afleiðingar slíkra áherslna eru að söluvænleg fyrirtæki eru ekki seld fyrr en seint og um síðir eða að lítt lífvænlegum fyrirtækjum er haldið gangandi vegna greiðsluflæðis til skemmri tíma. Með þessum hætti er stuðlað að óheilbrigðri samkeppni og hægari aðlögun framboðs til samræmis við breytta eftirspurn í hagkerfinu, sem hefur slæmar afleiðingar á rekstrarumhverfi og hag neytenda. Það er vonandi að sameiginlegar verklagsreglur og ný löggjöf um eignarhald fjármálafyrirtækja á félögum í ótengdum rekstri dragi eitthvað úr þessum vanda en svo virðist sem heimildir fjármálafyrirtækja til eignarhalds séu enn allt of rúmar. Að undanförnu hefur mikið verið lagt upp úr gagngerri endurskoðun stjórnarhátta fyrirtækja. Því til stuðnings gáfu Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífs og Kauphöll Nasdaq OMX nýverið út verulega uppfærðar leiðbeiningar um stjórnarhætti þar sem m.a. er lögð áhersla á óhæði stjórnarmanna til að auka gagnsæi og bæta trúverðugleika. Mikilvægi stjórnarháttaviðmiða er óumdeilt og sérstaklega brýnt að eftir þeim sé farið í umsvifamestu fyrirtækjum landsins, sem m.a. eru skilanefndir og bankar og fyrirtæki sem rekin eru á þeirra ábyrgð. Því miður hafa hins vegar of mörg tilvik óheppilegra hagsmunaárekstra komið upp í endurskipulagningu atvinnulífs að undanförnu. Dæmi eru um að skiptastjórar skipa sjálfa sig sem söluaðila eigna og þiggja þóknun bæði fyrir stjórn skipta og sölu. Dæmi eru um að bankar stofni eignarhaldsfélög og skipi sömu einstaklinga í flest viðkomandi fyrirtækja, oft starfsmenn bankans. Dæmi eru um að skilanefndir úthluti verkefnum til nátengdra aðila og stundum virðist beinlínis hvati til að klára ekki þau erfiðu mál sem þar liggja, þó afgerandi fordæmi liggi fyrir annars staðar og heildarhagsmunir ýti á skjóta afgreiðslu. Svona væri hægt að telja áfram. Óháð þeim tilvikum þar sem vel hefur tekist til virðist sem hagsmunir þeirra sem starfa á vegum banka, skilanefnda eða þrotabúa gangi of oft framar augljósum hag heildarinnar. Það er auðvitað ekki svo að ágætt fólk sem starfar nú að ofangreindum verkefnum vilji ekki vel. Kerfið ýtir hins vegar ekki alltaf undir fagleg vinnubrögð, gagnsæi og skilvirkni. Að því verður að huga og lagfæra það sem miður fer. Lágmarkskrafan sem nú er uppi um endurskipulagningu atvinnulífs, er að til stjórnarhátta sé vandað og að ferlið sé hafið yfir vafa um annarleg vinnubrögð eða hagsmuni. Hvert slíkt tilvik leggur stein í götu nauðsynlegrar endurskipulagningar og kemur í veg fyrir sátt og traust á atvinnulífinu. Þetta þurfa allir sem vinna að endurskipulagningunni að hafa í huga. Hrösun veldur því að efnahagslífið réttir ekki úr kútnum eins og annars væri mögulegt og lífskjör sitja eftir í sama mæli. Það er óásættanlegt fyrir alla Íslendinga og aðra sem hér hafa hagsmuna að gæta til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum er óvenjulegt um þessar mundir. Mörg eru undir forsjá ríkisbanka eða kröfuhafa þrotabúa bankanna. Fyrir önnur er alger óvissa um framtíð reksturs og eignarhalds því ekki hefur verið tekið á þeirra málum. Þetta ófremdarástand leiðir til óheilbrigðra vinnubragða og því þarf sem fyrst að koma skikki á eignarhald atvinnufyrirtækja og koma þeim í hendur eigenda sem hafa þekkingu á rekstrinum og hag af því að hann gangi vel. Verðmæti og störf eru í húfi og það er þjóðarhagur að endurskipulagning á eignarhaldi gangi sem hraðast fyrir sig. Að þessu marki er unnið á mörgum vígstöðvum. Löggjafinn vinnur að nýrri lagasetningu um fjármálafyrirtæki og kynntar hafa verið sameiginlegar verklagsreglur banka um úrlausn skuldavanda. Bankar, skilanefndir, skiptastjórar og fleiri starfa að því að skýra eignarhald, með samningum við fyrri eigendur eða sölu á fyrirtækjum. Engum dylst mikilvægi þess að endurskipulagning atvinnulífs sé hafin yfir vafa um að óeðlilega sé staðið að málum. Öll slík tilvik torvelda nauðsynlegt umbreytingarferli sem nú þegar gengur allt of hægt. Í endurskipulagningu af þessu tagi er hætt við að hagsmunir heildar rekist á við hagsmuni aðila sem mest áhrif hafa á ákvarðanir og framkvæmd. Til dæmis er mögulegt að áherslur í starfi banka og skilanefnda gangi út á að hámarka endurheimtur eigna fremur en að stuðla að skilvirkum rekstri á grunni vaxtamunar og þóknanatekna. Óheppilegar afleiðingar slíkra áherslna eru að söluvænleg fyrirtæki eru ekki seld fyrr en seint og um síðir eða að lítt lífvænlegum fyrirtækjum er haldið gangandi vegna greiðsluflæðis til skemmri tíma. Með þessum hætti er stuðlað að óheilbrigðri samkeppni og hægari aðlögun framboðs til samræmis við breytta eftirspurn í hagkerfinu, sem hefur slæmar afleiðingar á rekstrarumhverfi og hag neytenda. Það er vonandi að sameiginlegar verklagsreglur og ný löggjöf um eignarhald fjármálafyrirtækja á félögum í ótengdum rekstri dragi eitthvað úr þessum vanda en svo virðist sem heimildir fjármálafyrirtækja til eignarhalds séu enn allt of rúmar. Að undanförnu hefur mikið verið lagt upp úr gagngerri endurskoðun stjórnarhátta fyrirtækja. Því til stuðnings gáfu Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífs og Kauphöll Nasdaq OMX nýverið út verulega uppfærðar leiðbeiningar um stjórnarhætti þar sem m.a. er lögð áhersla á óhæði stjórnarmanna til að auka gagnsæi og bæta trúverðugleika. Mikilvægi stjórnarháttaviðmiða er óumdeilt og sérstaklega brýnt að eftir þeim sé farið í umsvifamestu fyrirtækjum landsins, sem m.a. eru skilanefndir og bankar og fyrirtæki sem rekin eru á þeirra ábyrgð. Því miður hafa hins vegar of mörg tilvik óheppilegra hagsmunaárekstra komið upp í endurskipulagningu atvinnulífs að undanförnu. Dæmi eru um að skiptastjórar skipa sjálfa sig sem söluaðila eigna og þiggja þóknun bæði fyrir stjórn skipta og sölu. Dæmi eru um að bankar stofni eignarhaldsfélög og skipi sömu einstaklinga í flest viðkomandi fyrirtækja, oft starfsmenn bankans. Dæmi eru um að skilanefndir úthluti verkefnum til nátengdra aðila og stundum virðist beinlínis hvati til að klára ekki þau erfiðu mál sem þar liggja, þó afgerandi fordæmi liggi fyrir annars staðar og heildarhagsmunir ýti á skjóta afgreiðslu. Svona væri hægt að telja áfram. Óháð þeim tilvikum þar sem vel hefur tekist til virðist sem hagsmunir þeirra sem starfa á vegum banka, skilanefnda eða þrotabúa gangi of oft framar augljósum hag heildarinnar. Það er auðvitað ekki svo að ágætt fólk sem starfar nú að ofangreindum verkefnum vilji ekki vel. Kerfið ýtir hins vegar ekki alltaf undir fagleg vinnubrögð, gagnsæi og skilvirkni. Að því verður að huga og lagfæra það sem miður fer. Lágmarkskrafan sem nú er uppi um endurskipulagningu atvinnulífs, er að til stjórnarhátta sé vandað og að ferlið sé hafið yfir vafa um annarleg vinnubrögð eða hagsmuni. Hvert slíkt tilvik leggur stein í götu nauðsynlegrar endurskipulagningar og kemur í veg fyrir sátt og traust á atvinnulífinu. Þetta þurfa allir sem vinna að endurskipulagningunni að hafa í huga. Hrösun veldur því að efnahagslífið réttir ekki úr kútnum eins og annars væri mögulegt og lífskjör sitja eftir í sama mæli. Það er óásættanlegt fyrir alla Íslendinga og aðra sem hér hafa hagsmuna að gæta til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun