Innlent

Alþingi trassar útboðsskyldu

Bjóða hefði átt út þjónustu vegna þinghalds Norðurlandaráðs að mati Ríkisendurskoðunar.
Bjóða hefði átt út þjónustu vegna þinghalds Norðurlandaráðs að mati Ríkisendurskoðunar.
Alþingi hefði átt að bjóða út framkvæmd í kringum þing Norðurlandaráðs sem haldið verður hér á landi í nóvember, að mati Ríkisendurskoðunar. Í ábendingu stofnunarinnar er Alþingi hvatt til að endurskoða verklag sitt við verðfyrirspurnir og útboð.

Alþingi sér um framkvæmd Norðurlandaráðsþingsins í nóvember, og óskaði eftir tilboðum í tækniþjónustu á þinginu frá tveimur fyrirtækjum í lok síðasta árs. Það fyrirtæki sem bauð betur fékk verkefnið, en tilboðið hljóðaði upp á 19,8 milljónir króna. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er skylt að bjóða út kaup á þjónustu ef verðmætið fer yfir 12,4 milljónir króna.

Skrifstofa Alþingis telur að ekki hafi þurft að bjóða verkið út þar sem Norðurlandaráð greiði meirihluta kostnaðar við þing ráðsins.

Þessu er Ríkisendurskoðun ósammála. Í ábendingu stofnunarinnar segir að bæði íslenska ríkið og Norðurlandaráð þurfi að hlíta sömu reglum um opinber innkaup. Auk þess sé skrifstofa Alþingis greiðandi reikninga vegna þjónustunnar. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×