Innlent

Hreyfingin vill nýja stjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þór Saari er einn af þingmönnum Hreyfingarinnar. Mynd/ Vilhelm.
Þór Saari er einn af þingmönnum Hreyfingarinnar. Mynd/ Vilhelm.
Hreyfingin vill að hafin verði undirskriftasöfnun til að skora á forseta lýðveldisins að skipa starfhæfa ríkisstjórn í landinu svo fljótt sem verða má. Ályktun þessa efnis var samþykkt á opnum fundi Hreyfingarinnar í gær.

Áður höfðu þingmenn Hreyfingarinnar sent Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins, áskorun þess efnis að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segði af sér embætti og forseti Íslands kanni hvort vilji sé fyrir því á meðal þingmanna að hann skipi nýja stjórn. Reynist ekki þingmeirihluti fyrir því að verja slíka neyðarstjórn vantrausti muni forseti boða til alþingiskosninga.

Þingmenn Hreyfingarinnar sögðu að ástæðan fyrir því að tillagan væri lögð fram væri sú að þeim þætti einsýnt að hvorki innan ríkisstjórnarinnar né stjórnarflokkanna ríkti einhugur né raunverulegur vilji til almennra aðgerða í þágu heimilanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×