Handbolti

Sverre: Skil ekki hvernig við fórum að þessu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Sverre Andreas Jakobsson í ha´vörn í leiknum í kvöld.
Sverre Andreas Jakobsson í ha´vörn í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
„Þetta eru mikil vonbrigði og ég bara skil ekki hvernig við fórum að þessu," sagði svekktur Sverre Andreas Jakobsson eftir jafnteflisleik Íslands og Serbíu á EM í handbolta í kvöld.

„Við vorum með þetta en áttum svo lélegan kafla í seinni hálfleik. Við náðum þó að halda 3-4 marka forystu lengst af og það átti að vera nóg. Mér líður en ég hafi tapað þessum leik."

Hann segir ljóst að varnarleikurinn hafi ekki verið jafn góður í síðari hálfleik og í þeim fyrri.

„Það vantaði að halda sama krafti og sömu baráttu. Við vorum þó ekki andleysir en aðgerðirnar gengu ekki eins vel og í fyrri hálfleik. Þetta er gríðarlega svekkjandi."

„Við gerðum allt nákvæmlega eins og sett var upp með fyrir leikinn - sérstaklega í vörninni. Við náðum að stöðva þær aðgerðir sem þeir settu í gang. Við vorum að gera það á réttum augnablikum - við vorum að fara út í þá og náðum að brjóta á þeim. Fyrir vikið voru skotin þeirra verri. En svo datt bara allur botn úr þessu í seinni hálfleik."

„En þetta er ekki búið, þetta er bara leiðinlegt. Nú er hver leikur upp á líf og dauða fyrir okkur ef við ætlum okkur eitthvað í þessu móti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×