Það er eitthvað mikið að 25. mars 2010 06:00 Ég horfði á Spaugstofuna í gærkvöldi og finnst sem þættirnir hafi breyst að undanförnu. Þessi spéspegill hefur stundum verið þunnur, en oftast verið hægt að brosa að mörgu, jafnvel hlæja upphátt. Nú virðist mér gagnrýnin er grimmari og háðið beittara. Þó bregður svo við að mér er ekki hlátur í hug; það er frekar að grátur sæki að manni við að sjá á skjánum skopstælingu á Íslandi síðustu missera og síðustu dagana. Hvernig gat það gerst að hér á Íslandi varð til ríki í ríkinu, batterí sem varð öllu öðru æðra og reyndist máttugra en ríkisstjórn og Alþingi? Topparnir á fjármálageiranum á Íslandi, bankaeigendur og bankastjórnendur voru (og eru?) valdamestu menn lýðveldisins og engin lög virðast ná yfir þá. Hvernig stendur á því? Ef lög landsins ná ekki yfir allan landslýð þarf að breyta þeim og það strax. Það dugir ekki fyrir forsætis- og fjármálaráðherra að koma fram í fjölmiðlum, alveg jafn agndofa og almenningur yfir fréttum af misferli og sukki tiltölulega fárra aðila. Það gengur heldur ekki að biðla til þessara sömu aðila að þeir sýni nú þann manndóm að skila til baka illa fengnu fé. Fé sem oft var greitt sem arður af rekstri fyrirtækja sem voru í reynd “fallit”, en gátu við fyrstu sýn eftir bókhaldsbrellur, litið vel út um stundarsakir, en urðu svo gjaldþrota innan skamms tíma. Einn þessara manna hefur nú stigið fram og segist iðrast. Það er gott svo langt sem það nær, en það þarf meira til. Eftir bankahrunið haustið 2008 hefur mér oft orðið óglatt við tilhugsunina um sukkið sem átti sér stað í bönkunum. Í dag treysti ég hvorki bönkum þessa lands, ríkisstjórn né Alþingi. Mér finnst hræðilegt að lifa í slíku samfélagi. Það hryggir mig að heyra fjármálaráðherra og fleiri halda því fram að inneignir almennings í bönkum landsins í október 2008 hafi verið að fullu tryggðar. Það er alrangt. Bankarnir, með aðstoð ríkisstjórnar og alþingis, hirtu allt upp í 30-40% af ævisparnaði þúsunda Íslendinga, einkum eldra fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þurfti þetta sama fólk að greiða skatta af peningum sem hafði verið rænt af því. Það er eitthvað að í ríki sem þannig kemur fram við þá sem síst skyldi. Núverandi ríkisstjórn hefur margoft talað um nauðsyn þess að hlúa vel að fyrirtækjum í landinu, til að hægt sé að halda uppi atvinnu og skapa verðmæti. En hvað er gert? Ég nefni dæmi sem mér stendur nálægt: Lítið fyrirtæki, vel rekið og skuldlaust, átti smá varasjóð sem geymdur var í banka. Það töpuðust 31.2 % varasjóðsins við aðgerðir yfirvalda haustið 2008. Fyrirtækinu var eigi að síður gert að greiða skatta af því fé sem tapaðist. Hvernig samræmist þetta því að hlúa að fyrirtækjum landsins? Það er eitthvað mikið að. Því miður er það svo að almenningur ber sáralítið traust til stjórnmála-manna, eftir það sem á undan er gengið. Það er skiljanlegt. Ég tel því ekki þjóðstjórn vera besta kostinn til að koma Íslandi aftur á flot. Frá bankahruni hef ég verið þeirrar skoðunar og er enn, að hér þurfi utanþingsstjórn til að taka á málunum. Gefa pólitíkusunum frí, því pólitík þvælist fyrir því sem þarf að gera. Það hefur margoft sýnt sig að margir stjórnmálamenn hugsa um sinn hag og síns flokks, frekar en hag almennings og þjóðarinnar. Þegar frá líður þarf síðan að breyta kosningalögum þannig að kosið verði um fólk, ekki flokka. Flokksræðið hefur runnið sitt skeið á enda. Kjósendur vilja fá að kjósa persónur, fólk, þvert á flokkslínur. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég horfði á Spaugstofuna í gærkvöldi og finnst sem þættirnir hafi breyst að undanförnu. Þessi spéspegill hefur stundum verið þunnur, en oftast verið hægt að brosa að mörgu, jafnvel hlæja upphátt. Nú virðist mér gagnrýnin er grimmari og háðið beittara. Þó bregður svo við að mér er ekki hlátur í hug; það er frekar að grátur sæki að manni við að sjá á skjánum skopstælingu á Íslandi síðustu missera og síðustu dagana. Hvernig gat það gerst að hér á Íslandi varð til ríki í ríkinu, batterí sem varð öllu öðru æðra og reyndist máttugra en ríkisstjórn og Alþingi? Topparnir á fjármálageiranum á Íslandi, bankaeigendur og bankastjórnendur voru (og eru?) valdamestu menn lýðveldisins og engin lög virðast ná yfir þá. Hvernig stendur á því? Ef lög landsins ná ekki yfir allan landslýð þarf að breyta þeim og það strax. Það dugir ekki fyrir forsætis- og fjármálaráðherra að koma fram í fjölmiðlum, alveg jafn agndofa og almenningur yfir fréttum af misferli og sukki tiltölulega fárra aðila. Það gengur heldur ekki að biðla til þessara sömu aðila að þeir sýni nú þann manndóm að skila til baka illa fengnu fé. Fé sem oft var greitt sem arður af rekstri fyrirtækja sem voru í reynd “fallit”, en gátu við fyrstu sýn eftir bókhaldsbrellur, litið vel út um stundarsakir, en urðu svo gjaldþrota innan skamms tíma. Einn þessara manna hefur nú stigið fram og segist iðrast. Það er gott svo langt sem það nær, en það þarf meira til. Eftir bankahrunið haustið 2008 hefur mér oft orðið óglatt við tilhugsunina um sukkið sem átti sér stað í bönkunum. Í dag treysti ég hvorki bönkum þessa lands, ríkisstjórn né Alþingi. Mér finnst hræðilegt að lifa í slíku samfélagi. Það hryggir mig að heyra fjármálaráðherra og fleiri halda því fram að inneignir almennings í bönkum landsins í október 2008 hafi verið að fullu tryggðar. Það er alrangt. Bankarnir, með aðstoð ríkisstjórnar og alþingis, hirtu allt upp í 30-40% af ævisparnaði þúsunda Íslendinga, einkum eldra fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þurfti þetta sama fólk að greiða skatta af peningum sem hafði verið rænt af því. Það er eitthvað að í ríki sem þannig kemur fram við þá sem síst skyldi. Núverandi ríkisstjórn hefur margoft talað um nauðsyn þess að hlúa vel að fyrirtækjum í landinu, til að hægt sé að halda uppi atvinnu og skapa verðmæti. En hvað er gert? Ég nefni dæmi sem mér stendur nálægt: Lítið fyrirtæki, vel rekið og skuldlaust, átti smá varasjóð sem geymdur var í banka. Það töpuðust 31.2 % varasjóðsins við aðgerðir yfirvalda haustið 2008. Fyrirtækinu var eigi að síður gert að greiða skatta af því fé sem tapaðist. Hvernig samræmist þetta því að hlúa að fyrirtækjum landsins? Það er eitthvað mikið að. Því miður er það svo að almenningur ber sáralítið traust til stjórnmála-manna, eftir það sem á undan er gengið. Það er skiljanlegt. Ég tel því ekki þjóðstjórn vera besta kostinn til að koma Íslandi aftur á flot. Frá bankahruni hef ég verið þeirrar skoðunar og er enn, að hér þurfi utanþingsstjórn til að taka á málunum. Gefa pólitíkusunum frí, því pólitík þvælist fyrir því sem þarf að gera. Það hefur margoft sýnt sig að margir stjórnmálamenn hugsa um sinn hag og síns flokks, frekar en hag almennings og þjóðarinnar. Þegar frá líður þarf síðan að breyta kosningalögum þannig að kosið verði um fólk, ekki flokka. Flokksræðið hefur runnið sitt skeið á enda. Kjósendur vilja fá að kjósa persónur, fólk, þvert á flokkslínur. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun