Guðmundur Ingi í nýju Iron Maiden-myndbandi 15. júlí 2010 09:00 Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari bjargar jörðinni úr klóm Eddie. „Ég er Iron Maiden-aðdáandi frá fornu fari. Á þeim tíma sem ég var að byrja að spila á gítar voru það lög þeirra sem urðu fyrir valinu. Það eru sennilega fá lög sem ég hef eytt jafn miklum tíma í og The Prisoner. Eyddi mörgum dögum í að reyna að ná því fullkomnu, en auðvitað tókst það aldrei," segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Guðmundur leikur í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Iron Maiden við lagið The Final Frontier sem var frumsýnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í gær. Í myndbandinu flýgur Guðmundur út í geim þar sem hann berst við skrímslið Eddie, andlit og merki Iron Maiden, um lykil sem eytt getur jörðinni. „Það var ofboðslega gaman að taka þátt í myndbandinu. Mjög fært fólk kemur að því, bæði þeir sem tóku upp og skrifuðu handritið en einnig fyrirtækið Darkside Animation Films sem sá um tölvuvinnuna. Fólk lagði gríðarlega vinnu í framleiðsluna og alveg frábært að sjá þetta verða til," segir Guðmundur. Leikstjóri myndbandsins, Nick Scott, fann Guðmund í gegnum umboðsfyrirtæki hans, Olivia Bell Management. Eftir að hafa kynnt sér hann í gegnum heimasíðu Guðmundar var honum boðið að koma á fund. Í fyrsta handritinu sem Guðmundur fékk í hendurnar ætluðu meðlimir Iron Maiden að fara með hlutverk en sökum tónleikaferðalags um Bandaríkin skrifuðu þeir sig út og myndbandinu. Nú fara Guðmundur og Eddie einir með hlutverkin þar sem þeir berjast um lykilinn. „Myndbandið var tekið upp á þremur stöðum. Við byrjuðum í yfirgefinni herstöð sem Bandaríkjamenn skildu eftir. Þetta er staður þar sem oft var tilkynnt að fljúgandi furðuhlutir hefðu sést á sjöunda áratugnum og hvílir mikil dulúð yfir staðnum. Næst fórum við í yfirgefið orkuverk og að lokum var farið í stúdíó þar sem búið var að byggja leikmynd og geimskipið og ég lék fyrir framan svokallað „green-screen"," segir Guðmundur. Iron Maiden er mjög stórt vörumerki og er allt lagt undir hljómsveitina. Þeir völdu þessa hugmynd úr mörgum tilboðum og tók það þá langan tíma að fínpússa hugmyndina svo hún myndi passa þeirra stíl. „Ég á boð um að fá að koma á tónleika með þeim hvar sem er og hvenær sem er til að hitta á þá og geri ég ráð fyrir að það verði frábært," segir Guðmundur. Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég er Iron Maiden-aðdáandi frá fornu fari. Á þeim tíma sem ég var að byrja að spila á gítar voru það lög þeirra sem urðu fyrir valinu. Það eru sennilega fá lög sem ég hef eytt jafn miklum tíma í og The Prisoner. Eyddi mörgum dögum í að reyna að ná því fullkomnu, en auðvitað tókst það aldrei," segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Guðmundur leikur í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Iron Maiden við lagið The Final Frontier sem var frumsýnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í gær. Í myndbandinu flýgur Guðmundur út í geim þar sem hann berst við skrímslið Eddie, andlit og merki Iron Maiden, um lykil sem eytt getur jörðinni. „Það var ofboðslega gaman að taka þátt í myndbandinu. Mjög fært fólk kemur að því, bæði þeir sem tóku upp og skrifuðu handritið en einnig fyrirtækið Darkside Animation Films sem sá um tölvuvinnuna. Fólk lagði gríðarlega vinnu í framleiðsluna og alveg frábært að sjá þetta verða til," segir Guðmundur. Leikstjóri myndbandsins, Nick Scott, fann Guðmund í gegnum umboðsfyrirtæki hans, Olivia Bell Management. Eftir að hafa kynnt sér hann í gegnum heimasíðu Guðmundar var honum boðið að koma á fund. Í fyrsta handritinu sem Guðmundur fékk í hendurnar ætluðu meðlimir Iron Maiden að fara með hlutverk en sökum tónleikaferðalags um Bandaríkin skrifuðu þeir sig út og myndbandinu. Nú fara Guðmundur og Eddie einir með hlutverkin þar sem þeir berjast um lykilinn. „Myndbandið var tekið upp á þremur stöðum. Við byrjuðum í yfirgefinni herstöð sem Bandaríkjamenn skildu eftir. Þetta er staður þar sem oft var tilkynnt að fljúgandi furðuhlutir hefðu sést á sjöunda áratugnum og hvílir mikil dulúð yfir staðnum. Næst fórum við í yfirgefið orkuverk og að lokum var farið í stúdíó þar sem búið var að byggja leikmynd og geimskipið og ég lék fyrir framan svokallað „green-screen"," segir Guðmundur. Iron Maiden er mjög stórt vörumerki og er allt lagt undir hljómsveitina. Þeir völdu þessa hugmynd úr mörgum tilboðum og tók það þá langan tíma að fínpússa hugmyndina svo hún myndi passa þeirra stíl. „Ég á boð um að fá að koma á tónleika með þeim hvar sem er og hvenær sem er til að hitta á þá og geri ég ráð fyrir að það verði frábært," segir Guðmundur.
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“