Guðmundur Ingi í nýju Iron Maiden-myndbandi 15. júlí 2010 09:00 Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari bjargar jörðinni úr klóm Eddie. „Ég er Iron Maiden-aðdáandi frá fornu fari. Á þeim tíma sem ég var að byrja að spila á gítar voru það lög þeirra sem urðu fyrir valinu. Það eru sennilega fá lög sem ég hef eytt jafn miklum tíma í og The Prisoner. Eyddi mörgum dögum í að reyna að ná því fullkomnu, en auðvitað tókst það aldrei," segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Guðmundur leikur í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Iron Maiden við lagið The Final Frontier sem var frumsýnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í gær. Í myndbandinu flýgur Guðmundur út í geim þar sem hann berst við skrímslið Eddie, andlit og merki Iron Maiden, um lykil sem eytt getur jörðinni. „Það var ofboðslega gaman að taka þátt í myndbandinu. Mjög fært fólk kemur að því, bæði þeir sem tóku upp og skrifuðu handritið en einnig fyrirtækið Darkside Animation Films sem sá um tölvuvinnuna. Fólk lagði gríðarlega vinnu í framleiðsluna og alveg frábært að sjá þetta verða til," segir Guðmundur. Leikstjóri myndbandsins, Nick Scott, fann Guðmund í gegnum umboðsfyrirtæki hans, Olivia Bell Management. Eftir að hafa kynnt sér hann í gegnum heimasíðu Guðmundar var honum boðið að koma á fund. Í fyrsta handritinu sem Guðmundur fékk í hendurnar ætluðu meðlimir Iron Maiden að fara með hlutverk en sökum tónleikaferðalags um Bandaríkin skrifuðu þeir sig út og myndbandinu. Nú fara Guðmundur og Eddie einir með hlutverkin þar sem þeir berjast um lykilinn. „Myndbandið var tekið upp á þremur stöðum. Við byrjuðum í yfirgefinni herstöð sem Bandaríkjamenn skildu eftir. Þetta er staður þar sem oft var tilkynnt að fljúgandi furðuhlutir hefðu sést á sjöunda áratugnum og hvílir mikil dulúð yfir staðnum. Næst fórum við í yfirgefið orkuverk og að lokum var farið í stúdíó þar sem búið var að byggja leikmynd og geimskipið og ég lék fyrir framan svokallað „green-screen"," segir Guðmundur. Iron Maiden er mjög stórt vörumerki og er allt lagt undir hljómsveitina. Þeir völdu þessa hugmynd úr mörgum tilboðum og tók það þá langan tíma að fínpússa hugmyndina svo hún myndi passa þeirra stíl. „Ég á boð um að fá að koma á tónleika með þeim hvar sem er og hvenær sem er til að hitta á þá og geri ég ráð fyrir að það verði frábært," segir Guðmundur. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
„Ég er Iron Maiden-aðdáandi frá fornu fari. Á þeim tíma sem ég var að byrja að spila á gítar voru það lög þeirra sem urðu fyrir valinu. Það eru sennilega fá lög sem ég hef eytt jafn miklum tíma í og The Prisoner. Eyddi mörgum dögum í að reyna að ná því fullkomnu, en auðvitað tókst það aldrei," segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Guðmundur leikur í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Iron Maiden við lagið The Final Frontier sem var frumsýnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í gær. Í myndbandinu flýgur Guðmundur út í geim þar sem hann berst við skrímslið Eddie, andlit og merki Iron Maiden, um lykil sem eytt getur jörðinni. „Það var ofboðslega gaman að taka þátt í myndbandinu. Mjög fært fólk kemur að því, bæði þeir sem tóku upp og skrifuðu handritið en einnig fyrirtækið Darkside Animation Films sem sá um tölvuvinnuna. Fólk lagði gríðarlega vinnu í framleiðsluna og alveg frábært að sjá þetta verða til," segir Guðmundur. Leikstjóri myndbandsins, Nick Scott, fann Guðmund í gegnum umboðsfyrirtæki hans, Olivia Bell Management. Eftir að hafa kynnt sér hann í gegnum heimasíðu Guðmundar var honum boðið að koma á fund. Í fyrsta handritinu sem Guðmundur fékk í hendurnar ætluðu meðlimir Iron Maiden að fara með hlutverk en sökum tónleikaferðalags um Bandaríkin skrifuðu þeir sig út og myndbandinu. Nú fara Guðmundur og Eddie einir með hlutverkin þar sem þeir berjast um lykilinn. „Myndbandið var tekið upp á þremur stöðum. Við byrjuðum í yfirgefinni herstöð sem Bandaríkjamenn skildu eftir. Þetta er staður þar sem oft var tilkynnt að fljúgandi furðuhlutir hefðu sést á sjöunda áratugnum og hvílir mikil dulúð yfir staðnum. Næst fórum við í yfirgefið orkuverk og að lokum var farið í stúdíó þar sem búið var að byggja leikmynd og geimskipið og ég lék fyrir framan svokallað „green-screen"," segir Guðmundur. Iron Maiden er mjög stórt vörumerki og er allt lagt undir hljómsveitina. Þeir völdu þessa hugmynd úr mörgum tilboðum og tók það þá langan tíma að fínpússa hugmyndina svo hún myndi passa þeirra stíl. „Ég á boð um að fá að koma á tónleika með þeim hvar sem er og hvenær sem er til að hitta á þá og geri ég ráð fyrir að það verði frábært," segir Guðmundur.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira