Lífið

Lögð í einelti

Eva Mendes. MYND/Cover Media
Eva Mendes. MYND/Cover Media

Leikkonan Eva Mendes viðurkennir að hún var lögð í einelti nánast alla hennar skólagöngu.

Fjöldi Hollywoodstjarna hefur stigið fram og talað opinskátt um einelti sem þær urðu fyrir í æsku. Átak gegn einelti stendur yfir vestan hafs til minningar um unga samkynhneigða drengi, sjö talsins, sem sviptu sig nýverið lífi vegna fordóma og eineltis.

Leikkonan Jessica Alba, Ellen DeGeneres ásamt Evu Mendes eru óhræddar við að ræða harkalegt einelti sem þær upplifðu áður en þær urðu stórstjörnur.

Eva segir að hún var lögð í einelti í skóla og það tók hana mörg ár að komast yfir óttann og óöryggið og að ekki sé minnst á að fá sjálfstraustið á ný.

„Þegar ég loksins stóð í fæturna og svaraði fyrir mig þegar ráðist var á mig breyttust hlutirnir til hins betra," sagði Eva.

Jessica Alba hafði ekki ósvipaða sögu að segja:

„Mér var strítt á hverjum einasta degi. Pabbi þurfti að fylgja mér í skólann svo ekki yrði ráðist á mig. Ég var mjög hrædd á þessum tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.