Max Dager: Fjöregg – eggin klekjast út í tilraunalandinu í Vatnsmýri Max Dager skrifar 9. apríl 2010 06:00 Eftir að hafa búið við eitt og hálft ár af fjármálakreppu og lagaflækjum, niðurskurði og ýmiss konar samningum um afborgunarskilmála, er kominn tími til að hefja uppbyggingu og leggja sterkan grunn að framtíðinni. Gott er að hafa í huga að kínverska táknið fyrir „kreppu“ táknar einnig „möguleika“. Ísland er stórkostlegt land tækifæra, náttúruauðlinda og sjálfstæðrar og friðelskandi þjóðar. Með slíkan grunn og í ljósi þeirra möguleika sem fámenn þjóð hefur til að laga sig fremur hratt að nýjum aðstæðum er framtíðin björt sé tækifærið gripið einmitt nú. Nú er lag að hefja uppbyggingu með langtímasjónarmið að leiðarljósi, í umhverfi sem er í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að þeim sköpunarkrafti og framkvæmdagleði sem náttúra Íslands blæs okkur í brjóst á einstakan hátt. Við getum með skjótum hætti orðið fordæmi til að snúa þróuninni við eftir fjármálakreppu heimsins. Ef við þorum að taka nokkur óhefðbundin hliðarspor getum við byggt upp kröftugan og hugmyndaríkan hóp sem höfðar bæði til skapandi fólks og skapandi fjármagns. Ísland á möguleika á að verða fyrsta land í heimi þar sem jafnvægi næst í losun og upptöku koltvísýrings. Á tíu árum gætum við endurnýjað allan bílaflota landsins þannig að notuð yrði innlend og endurvinnanleg orka. Á Íslandi er gnótt af því sem almennur skortur er á í heiminum; víðernum og auðnum. Við vitum öll að með matvöru sem framleidd er á staðnum og framreidd af hugmyndaríki og sjálfsögðum gæðum, og með nýstárlegum gistimöguleikum og aukinni þjónustu, á landið möguleika á að verða gífurlega vinsæll áningarstaður ferðamanna. Til að koma þessu í framkvæmd er þörf á þekkingu, hugmyndaríki, hugrekki og sköpunarkrafti. Árið 2010 mun Norræna húsið í Reykjavík, sem ég vona að geti lagt sitt af mörkum sem frjósamt og kraftmikið afl á erfiðum tímum, setja börnin í öndvegi. Börnin okkar taka þátt í að byggja upp landið á ný og þau þurfa að fá í hendurnar verkfæri og einnig stuðning sem eykur hugmyndaflug, hugrekki og þann mikla sköpunarkraft sem getur gert Ísland að besta landi í heimi. Í samvinnu við Háskóla Íslands verður nú í apríl opnað Tilraunaland sem er öllum opið þeim að kostnaðarlausu. Tilraunalandið höfðar til sköpunarkrafts og forvitni, það er fræðandi og skapandi en jafnframt skemmtilegt. Tilraunalandið er sett upp í samvinnu við Tom Tits Experiment í Svíþjóð, sem er miðstöð upplifana í Södertälje sunnan við Stokkhólm, og sem árlega fær heimsóknir mörg hundruð þúsunda gesta og hefur hlotið fjölda evrópskra verðlauna fyrir fræðsluefni sitt. Ætlunin er einnig að ferðast vítt og breitt um landið með Tilraunalandið í tveimur vögnum í sumar. Norræna húsið hefur skipulagt fjölda viðburða sem ætlað er að höfða til barna, undir yfirskriftinni „Fjöregg“. Í lok apríl verður Barna- og unglingabókmenntahátíðin Mýrin haldin, en hana sækja margir af færustu höfundum og myndskreytum heims. Í ár verður líka í boði breikdans, leiksýningar, kvikmyndasýningar og tilraunareitur til ræktunar. Stavanger hefur sent okkur „sandkassa með yfirbreiðslu“ – innsetningu sem gerð var þegar bærinn var ein af menningarborgum Evrópu fyrir nokkrum árum. Í haust verður hafist handa við að byggja upp betra votlendi fyrir fuglana í Vatnsmýrinni og samtímis setjum við upp einstakan útiskóla í miðri höfuðborginni. Þetta verður gert í samvinnu við Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og eftir hugmyndum frá X-Clinic við New York-háskóla. Með þessu frumkvæði og með framkvæmdagleðina að leiðarljósi fá börnin tækifæri til að kynnast uppfinningum og frjórri hugsun sem gagnast við uppbyggingu þess Íslands sem mun standa sterkt um langa framtíð. Þessi grein er hvatning til stjórnmálamanna, sem hefja senn kosningabaráttu, til að úthugsa leiðir til að fá börnum okkar í hendur tól, tækifæri og forsendur til nýsköpunar í borginni, auk sköpunargleði og samkenndar. Þannig verður framtíð Íslands björt. Að auki finnst mér að grafa eigi Hringbrautina í göng svo að við eignumst sannkallaðan borgargarð og háskóla í miðri Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eftir að hafa búið við eitt og hálft ár af fjármálakreppu og lagaflækjum, niðurskurði og ýmiss konar samningum um afborgunarskilmála, er kominn tími til að hefja uppbyggingu og leggja sterkan grunn að framtíðinni. Gott er að hafa í huga að kínverska táknið fyrir „kreppu“ táknar einnig „möguleika“. Ísland er stórkostlegt land tækifæra, náttúruauðlinda og sjálfstæðrar og friðelskandi þjóðar. Með slíkan grunn og í ljósi þeirra möguleika sem fámenn þjóð hefur til að laga sig fremur hratt að nýjum aðstæðum er framtíðin björt sé tækifærið gripið einmitt nú. Nú er lag að hefja uppbyggingu með langtímasjónarmið að leiðarljósi, í umhverfi sem er í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að þeim sköpunarkrafti og framkvæmdagleði sem náttúra Íslands blæs okkur í brjóst á einstakan hátt. Við getum með skjótum hætti orðið fordæmi til að snúa þróuninni við eftir fjármálakreppu heimsins. Ef við þorum að taka nokkur óhefðbundin hliðarspor getum við byggt upp kröftugan og hugmyndaríkan hóp sem höfðar bæði til skapandi fólks og skapandi fjármagns. Ísland á möguleika á að verða fyrsta land í heimi þar sem jafnvægi næst í losun og upptöku koltvísýrings. Á tíu árum gætum við endurnýjað allan bílaflota landsins þannig að notuð yrði innlend og endurvinnanleg orka. Á Íslandi er gnótt af því sem almennur skortur er á í heiminum; víðernum og auðnum. Við vitum öll að með matvöru sem framleidd er á staðnum og framreidd af hugmyndaríki og sjálfsögðum gæðum, og með nýstárlegum gistimöguleikum og aukinni þjónustu, á landið möguleika á að verða gífurlega vinsæll áningarstaður ferðamanna. Til að koma þessu í framkvæmd er þörf á þekkingu, hugmyndaríki, hugrekki og sköpunarkrafti. Árið 2010 mun Norræna húsið í Reykjavík, sem ég vona að geti lagt sitt af mörkum sem frjósamt og kraftmikið afl á erfiðum tímum, setja börnin í öndvegi. Börnin okkar taka þátt í að byggja upp landið á ný og þau þurfa að fá í hendurnar verkfæri og einnig stuðning sem eykur hugmyndaflug, hugrekki og þann mikla sköpunarkraft sem getur gert Ísland að besta landi í heimi. Í samvinnu við Háskóla Íslands verður nú í apríl opnað Tilraunaland sem er öllum opið þeim að kostnaðarlausu. Tilraunalandið höfðar til sköpunarkrafts og forvitni, það er fræðandi og skapandi en jafnframt skemmtilegt. Tilraunalandið er sett upp í samvinnu við Tom Tits Experiment í Svíþjóð, sem er miðstöð upplifana í Södertälje sunnan við Stokkhólm, og sem árlega fær heimsóknir mörg hundruð þúsunda gesta og hefur hlotið fjölda evrópskra verðlauna fyrir fræðsluefni sitt. Ætlunin er einnig að ferðast vítt og breitt um landið með Tilraunalandið í tveimur vögnum í sumar. Norræna húsið hefur skipulagt fjölda viðburða sem ætlað er að höfða til barna, undir yfirskriftinni „Fjöregg“. Í lok apríl verður Barna- og unglingabókmenntahátíðin Mýrin haldin, en hana sækja margir af færustu höfundum og myndskreytum heims. Í ár verður líka í boði breikdans, leiksýningar, kvikmyndasýningar og tilraunareitur til ræktunar. Stavanger hefur sent okkur „sandkassa með yfirbreiðslu“ – innsetningu sem gerð var þegar bærinn var ein af menningarborgum Evrópu fyrir nokkrum árum. Í haust verður hafist handa við að byggja upp betra votlendi fyrir fuglana í Vatnsmýrinni og samtímis setjum við upp einstakan útiskóla í miðri höfuðborginni. Þetta verður gert í samvinnu við Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og eftir hugmyndum frá X-Clinic við New York-háskóla. Með þessu frumkvæði og með framkvæmdagleðina að leiðarljósi fá börnin tækifæri til að kynnast uppfinningum og frjórri hugsun sem gagnast við uppbyggingu þess Íslands sem mun standa sterkt um langa framtíð. Þessi grein er hvatning til stjórnmálamanna, sem hefja senn kosningabaráttu, til að úthugsa leiðir til að fá börnum okkar í hendur tól, tækifæri og forsendur til nýsköpunar í borginni, auk sköpunargleði og samkenndar. Þannig verður framtíð Íslands björt. Að auki finnst mér að grafa eigi Hringbrautina í göng svo að við eignumst sannkallaðan borgargarð og háskóla í miðri Reykjavíkurborg.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar