Max Dager: Fjöregg – eggin klekjast út í tilraunalandinu í Vatnsmýri Max Dager skrifar 9. apríl 2010 06:00 Eftir að hafa búið við eitt og hálft ár af fjármálakreppu og lagaflækjum, niðurskurði og ýmiss konar samningum um afborgunarskilmála, er kominn tími til að hefja uppbyggingu og leggja sterkan grunn að framtíðinni. Gott er að hafa í huga að kínverska táknið fyrir „kreppu“ táknar einnig „möguleika“. Ísland er stórkostlegt land tækifæra, náttúruauðlinda og sjálfstæðrar og friðelskandi þjóðar. Með slíkan grunn og í ljósi þeirra möguleika sem fámenn þjóð hefur til að laga sig fremur hratt að nýjum aðstæðum er framtíðin björt sé tækifærið gripið einmitt nú. Nú er lag að hefja uppbyggingu með langtímasjónarmið að leiðarljósi, í umhverfi sem er í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að þeim sköpunarkrafti og framkvæmdagleði sem náttúra Íslands blæs okkur í brjóst á einstakan hátt. Við getum með skjótum hætti orðið fordæmi til að snúa þróuninni við eftir fjármálakreppu heimsins. Ef við þorum að taka nokkur óhefðbundin hliðarspor getum við byggt upp kröftugan og hugmyndaríkan hóp sem höfðar bæði til skapandi fólks og skapandi fjármagns. Ísland á möguleika á að verða fyrsta land í heimi þar sem jafnvægi næst í losun og upptöku koltvísýrings. Á tíu árum gætum við endurnýjað allan bílaflota landsins þannig að notuð yrði innlend og endurvinnanleg orka. Á Íslandi er gnótt af því sem almennur skortur er á í heiminum; víðernum og auðnum. Við vitum öll að með matvöru sem framleidd er á staðnum og framreidd af hugmyndaríki og sjálfsögðum gæðum, og með nýstárlegum gistimöguleikum og aukinni þjónustu, á landið möguleika á að verða gífurlega vinsæll áningarstaður ferðamanna. Til að koma þessu í framkvæmd er þörf á þekkingu, hugmyndaríki, hugrekki og sköpunarkrafti. Árið 2010 mun Norræna húsið í Reykjavík, sem ég vona að geti lagt sitt af mörkum sem frjósamt og kraftmikið afl á erfiðum tímum, setja börnin í öndvegi. Börnin okkar taka þátt í að byggja upp landið á ný og þau þurfa að fá í hendurnar verkfæri og einnig stuðning sem eykur hugmyndaflug, hugrekki og þann mikla sköpunarkraft sem getur gert Ísland að besta landi í heimi. Í samvinnu við Háskóla Íslands verður nú í apríl opnað Tilraunaland sem er öllum opið þeim að kostnaðarlausu. Tilraunalandið höfðar til sköpunarkrafts og forvitni, það er fræðandi og skapandi en jafnframt skemmtilegt. Tilraunalandið er sett upp í samvinnu við Tom Tits Experiment í Svíþjóð, sem er miðstöð upplifana í Södertälje sunnan við Stokkhólm, og sem árlega fær heimsóknir mörg hundruð þúsunda gesta og hefur hlotið fjölda evrópskra verðlauna fyrir fræðsluefni sitt. Ætlunin er einnig að ferðast vítt og breitt um landið með Tilraunalandið í tveimur vögnum í sumar. Norræna húsið hefur skipulagt fjölda viðburða sem ætlað er að höfða til barna, undir yfirskriftinni „Fjöregg“. Í lok apríl verður Barna- og unglingabókmenntahátíðin Mýrin haldin, en hana sækja margir af færustu höfundum og myndskreytum heims. Í ár verður líka í boði breikdans, leiksýningar, kvikmyndasýningar og tilraunareitur til ræktunar. Stavanger hefur sent okkur „sandkassa með yfirbreiðslu“ – innsetningu sem gerð var þegar bærinn var ein af menningarborgum Evrópu fyrir nokkrum árum. Í haust verður hafist handa við að byggja upp betra votlendi fyrir fuglana í Vatnsmýrinni og samtímis setjum við upp einstakan útiskóla í miðri höfuðborginni. Þetta verður gert í samvinnu við Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og eftir hugmyndum frá X-Clinic við New York-háskóla. Með þessu frumkvæði og með framkvæmdagleðina að leiðarljósi fá börnin tækifæri til að kynnast uppfinningum og frjórri hugsun sem gagnast við uppbyggingu þess Íslands sem mun standa sterkt um langa framtíð. Þessi grein er hvatning til stjórnmálamanna, sem hefja senn kosningabaráttu, til að úthugsa leiðir til að fá börnum okkar í hendur tól, tækifæri og forsendur til nýsköpunar í borginni, auk sköpunargleði og samkenndar. Þannig verður framtíð Íslands björt. Að auki finnst mér að grafa eigi Hringbrautina í göng svo að við eignumst sannkallaðan borgargarð og háskóla í miðri Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa búið við eitt og hálft ár af fjármálakreppu og lagaflækjum, niðurskurði og ýmiss konar samningum um afborgunarskilmála, er kominn tími til að hefja uppbyggingu og leggja sterkan grunn að framtíðinni. Gott er að hafa í huga að kínverska táknið fyrir „kreppu“ táknar einnig „möguleika“. Ísland er stórkostlegt land tækifæra, náttúruauðlinda og sjálfstæðrar og friðelskandi þjóðar. Með slíkan grunn og í ljósi þeirra möguleika sem fámenn þjóð hefur til að laga sig fremur hratt að nýjum aðstæðum er framtíðin björt sé tækifærið gripið einmitt nú. Nú er lag að hefja uppbyggingu með langtímasjónarmið að leiðarljósi, í umhverfi sem er í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að þeim sköpunarkrafti og framkvæmdagleði sem náttúra Íslands blæs okkur í brjóst á einstakan hátt. Við getum með skjótum hætti orðið fordæmi til að snúa þróuninni við eftir fjármálakreppu heimsins. Ef við þorum að taka nokkur óhefðbundin hliðarspor getum við byggt upp kröftugan og hugmyndaríkan hóp sem höfðar bæði til skapandi fólks og skapandi fjármagns. Ísland á möguleika á að verða fyrsta land í heimi þar sem jafnvægi næst í losun og upptöku koltvísýrings. Á tíu árum gætum við endurnýjað allan bílaflota landsins þannig að notuð yrði innlend og endurvinnanleg orka. Á Íslandi er gnótt af því sem almennur skortur er á í heiminum; víðernum og auðnum. Við vitum öll að með matvöru sem framleidd er á staðnum og framreidd af hugmyndaríki og sjálfsögðum gæðum, og með nýstárlegum gistimöguleikum og aukinni þjónustu, á landið möguleika á að verða gífurlega vinsæll áningarstaður ferðamanna. Til að koma þessu í framkvæmd er þörf á þekkingu, hugmyndaríki, hugrekki og sköpunarkrafti. Árið 2010 mun Norræna húsið í Reykjavík, sem ég vona að geti lagt sitt af mörkum sem frjósamt og kraftmikið afl á erfiðum tímum, setja börnin í öndvegi. Börnin okkar taka þátt í að byggja upp landið á ný og þau þurfa að fá í hendurnar verkfæri og einnig stuðning sem eykur hugmyndaflug, hugrekki og þann mikla sköpunarkraft sem getur gert Ísland að besta landi í heimi. Í samvinnu við Háskóla Íslands verður nú í apríl opnað Tilraunaland sem er öllum opið þeim að kostnaðarlausu. Tilraunalandið höfðar til sköpunarkrafts og forvitni, það er fræðandi og skapandi en jafnframt skemmtilegt. Tilraunalandið er sett upp í samvinnu við Tom Tits Experiment í Svíþjóð, sem er miðstöð upplifana í Södertälje sunnan við Stokkhólm, og sem árlega fær heimsóknir mörg hundruð þúsunda gesta og hefur hlotið fjölda evrópskra verðlauna fyrir fræðsluefni sitt. Ætlunin er einnig að ferðast vítt og breitt um landið með Tilraunalandið í tveimur vögnum í sumar. Norræna húsið hefur skipulagt fjölda viðburða sem ætlað er að höfða til barna, undir yfirskriftinni „Fjöregg“. Í lok apríl verður Barna- og unglingabókmenntahátíðin Mýrin haldin, en hana sækja margir af færustu höfundum og myndskreytum heims. Í ár verður líka í boði breikdans, leiksýningar, kvikmyndasýningar og tilraunareitur til ræktunar. Stavanger hefur sent okkur „sandkassa með yfirbreiðslu“ – innsetningu sem gerð var þegar bærinn var ein af menningarborgum Evrópu fyrir nokkrum árum. Í haust verður hafist handa við að byggja upp betra votlendi fyrir fuglana í Vatnsmýrinni og samtímis setjum við upp einstakan útiskóla í miðri höfuðborginni. Þetta verður gert í samvinnu við Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og eftir hugmyndum frá X-Clinic við New York-háskóla. Með þessu frumkvæði og með framkvæmdagleðina að leiðarljósi fá börnin tækifæri til að kynnast uppfinningum og frjórri hugsun sem gagnast við uppbyggingu þess Íslands sem mun standa sterkt um langa framtíð. Þessi grein er hvatning til stjórnmálamanna, sem hefja senn kosningabaráttu, til að úthugsa leiðir til að fá börnum okkar í hendur tól, tækifæri og forsendur til nýsköpunar í borginni, auk sköpunargleði og samkenndar. Þannig verður framtíð Íslands björt. Að auki finnst mér að grafa eigi Hringbrautina í göng svo að við eignumst sannkallaðan borgargarð og háskóla í miðri Reykjavíkurborg.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun