Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Boði Logason skrifar 29. desember 2010 15:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur stefnt blaðamanni og ritstjórum DV fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. Landsliðsfyrirliðinn vill 5 milljónir í miskabætur en aðalmeðferð í málinu fer fram 7. janúar næstkomandi vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Eins og áður hefur komið fram hefur Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði og knattspyrnumaður hjá Stoke City, stefnt blaðamanni DV, Inga Frey Vilhjálmssyni, og ritstjórum blaðsins, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. Hann fer fram á hörðustu refsingu samkvæmt 229. grein almennra hegningarlaga. Þar segir að sá sem skýri frá einkamálefnum annars, án nægra ástæðna, þurfi að greiða sekt eða sæta fangelsi í allt að eitt ár. Ástæða stefnunnar er umfjöllun blaðsins um fjárhagsmálefni landsliðsfyrirliðans í byrjun desember 2009. Þar var sagt að Eiður Smári skuldi 1,2 milljarð en eigi 800 milljónir og hafi meðal annars tapað á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ. Auk fimm milljónanna í miskabætur vill Eiður Smári eina milljón til að kynna dóminn í dagblöðum. Þarf líka að sætta sig við opinbera umfjöllun Eiður Smári byggir stefnu sína á því að umfjöllun DV feli í sér brot á friðhelgi einkalífsins. Í stefnunni segir að umfjöllun blaðsins tengist ekki á nokkurn hátt almenningi, „heldur var um að ræða upplýsingar um einkahagi og einkalíf stefnanda (Eið Smára innsk.blm.). Tilgangur umfjöllunarinnar sýnist því miður hafa verið sá einn að þjóna hugsanlegum áhuga almennings á einkamálefnum stefnanda og framsetning umfjöllunarinnar var auðsýnilega miðuð að því að auka sölu blaðsins. Þannig umfjöllun getur aldrei vikið til hliðar mikilvægum rétti stefnanda til friðhelgis einkalífs," segir í stefnunni. Í greinagerð verjanda Inga Freys, sem skrifaði fréttirnar, segir að „fjárhagsmálefni Eiðs Smára hafi ítrekað verið til umfjöllunar í fjölmiðlum án athugasemda af hans hálfu þegar viðfangsefnin hafa verið velmegun hans og auðæfi eða jafnvel umfjöllun um einkamálefni hans, s.s. viðtöl við eiginkonu hans og börn og innlit fjölmiðla á heimili þeirra." Þar segir að fréttaflutningur DV, sem birtir aðrar hliðar á viðskiptaumsvifum Eiðs Smára, virðist að hans mati eiga að lúta öðrum lögmálum. Á það felst Ingi Freyr ekki. „Rétt eins og stefnandi naut fréttaflutnings af velgengni sinni, auði og velmegun þá þarf hann líka að sætta sig við opinbera umfjöllun þegar hallar undan fæti og fréttaefnið er skuldir stefnanda. Hér á það sama við stefnanda og aðrar persónur og leikendur í íslenska efnahagsundrinu, útrásinni. Með sama hætti og fjölmiðlar fjölluðu um velgengni í íslensku auðmannanna í góðærinu þurfa þeir nú að sætta sig við að fjallað sé um hnignun þeirra og tap eftir efnahagshrunið."Vill að Eiður Smári mæti sjálfur í dómsal Fram kemur í greinagerðinni að umfjöllunin hafi verið faglega unnin og sé byggð á faglegum upplýsingum meðal annars um lánveitingar íslenskra fjármálafyrirtækja. Þar segir að það sé staðreynd að þau atriði sem fjallað var um í blaðinu eru sönn, enda hafi Eiður Smári ekki fært rök fyrir hinu gagnstæða og höfði ekki málið á þeim forsendum að umfjöllunin hafi verið röng. Í stefnu Eiðs Smára segir: „Frásögn DV um fjárhagsmálefni stefnanda er röng. Sannleiksgildi umfjöllunarinnar skiptir hins vegar engu fyrir sakarefni máls þessa eins og kröfugerð stefnanda er háttað enda telur stefnandi að burtséð frá því hvort umfjöllun stefndu var rétt eða röng hafi í henni falist að greint var opinberlega frá einkahögum sem leynt eiga að fara, og með því brotið ákvæði 229. gr, almennra hegningarlaga." Í lok greinargerðarinnar segir að Ingi Freyr muni gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Lögmaður hans, fer fram á að Eiður Smári gefi einnig skýrslu. Eins og fyrr segir er skorað á Eið Smára „að leggja fram skjallega sönnunargögn sem sanni þá fullyrðingu í stefnu að umfjöllun stefnda sé röng. Hér er meðal annars en þó ekki eingöngu átt við skattaskýrslur stefnanda fyrir tekjuárin 2007, 2008 og 2009 og ársreikninga þeirra fyrirtækja sem hann á hlut í vegna rekstraráranna 2008 og 2009."Geta ekki látið Eið Smára hafa áhrif á fréttaflutning Eftir fréttaflutning DV í byrjun desember sendi lögmaður Eiðs Smára bréf á Birtíng, þáverandi útgáfufélags DV, þar sem hann mótmælti umfjölluninni og sagði hana ólöglega. Í bréfinu var þess krafist að umfjöllunin yrði tafarlaust dregin til baka og að tilkynning um það og afsökunarbeiðni til Eiðs Smára yrði birt með jafn áberandi hætti í DV og á dv.is. Þá var þess krafist að allri frekari umfjöllun um persónuleg málefni stefnanda yrði þegar í stað hætt. Eftir kvörtunina vísaði Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra blaðsins, málflutningi Eiðs Smára á bug í samtali við Vísi. „Ef við myndum fara að hans kröfu, samkvæmt hans rökum gætum við ekki fjallað um mál sem eru mjög mikilsverð fyrir allan almenning á Íslandi og varða orsök og eðli efnahagshrunsins. Og við getum ekki látið Eið Smára hafa áhrif á það," sagði Jón Trausti þá. Eins og áður hefur komið fram, fer aðalmeðferð í málinu fram þann 7. janúar næstkomandi. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. Landsliðsfyrirliðinn vill 5 milljónir í miskabætur en aðalmeðferð í málinu fer fram 7. janúar næstkomandi vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Eins og áður hefur komið fram hefur Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði og knattspyrnumaður hjá Stoke City, stefnt blaðamanni DV, Inga Frey Vilhjálmssyni, og ritstjórum blaðsins, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. Hann fer fram á hörðustu refsingu samkvæmt 229. grein almennra hegningarlaga. Þar segir að sá sem skýri frá einkamálefnum annars, án nægra ástæðna, þurfi að greiða sekt eða sæta fangelsi í allt að eitt ár. Ástæða stefnunnar er umfjöllun blaðsins um fjárhagsmálefni landsliðsfyrirliðans í byrjun desember 2009. Þar var sagt að Eiður Smári skuldi 1,2 milljarð en eigi 800 milljónir og hafi meðal annars tapað á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ. Auk fimm milljónanna í miskabætur vill Eiður Smári eina milljón til að kynna dóminn í dagblöðum. Þarf líka að sætta sig við opinbera umfjöllun Eiður Smári byggir stefnu sína á því að umfjöllun DV feli í sér brot á friðhelgi einkalífsins. Í stefnunni segir að umfjöllun blaðsins tengist ekki á nokkurn hátt almenningi, „heldur var um að ræða upplýsingar um einkahagi og einkalíf stefnanda (Eið Smára innsk.blm.). Tilgangur umfjöllunarinnar sýnist því miður hafa verið sá einn að þjóna hugsanlegum áhuga almennings á einkamálefnum stefnanda og framsetning umfjöllunarinnar var auðsýnilega miðuð að því að auka sölu blaðsins. Þannig umfjöllun getur aldrei vikið til hliðar mikilvægum rétti stefnanda til friðhelgis einkalífs," segir í stefnunni. Í greinagerð verjanda Inga Freys, sem skrifaði fréttirnar, segir að „fjárhagsmálefni Eiðs Smára hafi ítrekað verið til umfjöllunar í fjölmiðlum án athugasemda af hans hálfu þegar viðfangsefnin hafa verið velmegun hans og auðæfi eða jafnvel umfjöllun um einkamálefni hans, s.s. viðtöl við eiginkonu hans og börn og innlit fjölmiðla á heimili þeirra." Þar segir að fréttaflutningur DV, sem birtir aðrar hliðar á viðskiptaumsvifum Eiðs Smára, virðist að hans mati eiga að lúta öðrum lögmálum. Á það felst Ingi Freyr ekki. „Rétt eins og stefnandi naut fréttaflutnings af velgengni sinni, auði og velmegun þá þarf hann líka að sætta sig við opinbera umfjöllun þegar hallar undan fæti og fréttaefnið er skuldir stefnanda. Hér á það sama við stefnanda og aðrar persónur og leikendur í íslenska efnahagsundrinu, útrásinni. Með sama hætti og fjölmiðlar fjölluðu um velgengni í íslensku auðmannanna í góðærinu þurfa þeir nú að sætta sig við að fjallað sé um hnignun þeirra og tap eftir efnahagshrunið."Vill að Eiður Smári mæti sjálfur í dómsal Fram kemur í greinagerðinni að umfjöllunin hafi verið faglega unnin og sé byggð á faglegum upplýsingum meðal annars um lánveitingar íslenskra fjármálafyrirtækja. Þar segir að það sé staðreynd að þau atriði sem fjallað var um í blaðinu eru sönn, enda hafi Eiður Smári ekki fært rök fyrir hinu gagnstæða og höfði ekki málið á þeim forsendum að umfjöllunin hafi verið röng. Í stefnu Eiðs Smára segir: „Frásögn DV um fjárhagsmálefni stefnanda er röng. Sannleiksgildi umfjöllunarinnar skiptir hins vegar engu fyrir sakarefni máls þessa eins og kröfugerð stefnanda er háttað enda telur stefnandi að burtséð frá því hvort umfjöllun stefndu var rétt eða röng hafi í henni falist að greint var opinberlega frá einkahögum sem leynt eiga að fara, og með því brotið ákvæði 229. gr, almennra hegningarlaga." Í lok greinargerðarinnar segir að Ingi Freyr muni gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Lögmaður hans, fer fram á að Eiður Smári gefi einnig skýrslu. Eins og fyrr segir er skorað á Eið Smára „að leggja fram skjallega sönnunargögn sem sanni þá fullyrðingu í stefnu að umfjöllun stefnda sé röng. Hér er meðal annars en þó ekki eingöngu átt við skattaskýrslur stefnanda fyrir tekjuárin 2007, 2008 og 2009 og ársreikninga þeirra fyrirtækja sem hann á hlut í vegna rekstraráranna 2008 og 2009."Geta ekki látið Eið Smára hafa áhrif á fréttaflutning Eftir fréttaflutning DV í byrjun desember sendi lögmaður Eiðs Smára bréf á Birtíng, þáverandi útgáfufélags DV, þar sem hann mótmælti umfjölluninni og sagði hana ólöglega. Í bréfinu var þess krafist að umfjöllunin yrði tafarlaust dregin til baka og að tilkynning um það og afsökunarbeiðni til Eiðs Smára yrði birt með jafn áberandi hætti í DV og á dv.is. Þá var þess krafist að allri frekari umfjöllun um persónuleg málefni stefnanda yrði þegar í stað hætt. Eftir kvörtunina vísaði Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra blaðsins, málflutningi Eiðs Smára á bug í samtali við Vísi. „Ef við myndum fara að hans kröfu, samkvæmt hans rökum gætum við ekki fjallað um mál sem eru mjög mikilsverð fyrir allan almenning á Íslandi og varða orsök og eðli efnahagshrunsins. Og við getum ekki látið Eið Smára hafa áhrif á það," sagði Jón Trausti þá. Eins og áður hefur komið fram, fer aðalmeðferð í málinu fram þann 7. janúar næstkomandi.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira