Innlent

Skipinu fagnað með flugeldum

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn að morgni aðfangadags.
Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn að morgni aðfangadags. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson

Fjölmenni var á bryggjunni í Vestmannaeyjum að morgni aðfangadags til að taka á móti Þórunni Sveinsdóttur VE-401, nýju togskipi útgerðarfélagsins Óss ehf., þegar hún sigldi inn í heimahöfn í fyrsta skipti.

Flugeldum var skotið upp til að fagna komu skipsins, auk þess sem þrjú önnur skip útgerðarfélagsins sigldu út á móti Þórunni og fylgdu henni að bryggju.

Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi en lokafrágangur fór fram í Danmörku. Vélsmiðjan Þór lagði svo lokahönd á verkið með ísetningu vinnslukerfisins um borð. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×