Líknarfélög töpuðu ekki á Icesave Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar 3. febrúar 2010 06:00 Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave að lögaðilar s.s. sveitarfélög, líknarfélög og aðrir aðilar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á Icesave netreikningum Landsbankans. Staðreyndin er sú að einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikningana, en fagfjárfestar þ.m.t félagasamtök og sveitarfélög áttu viðskipti á heildsölumarkaði með innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lögaðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Landsbankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstaklinga á smásölumarkaði. Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera. Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bretlands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem að margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknarfélög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki. Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leiti að annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans; Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable bank þ.e. breskan banka á ábyrg breska fjármálaeftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki eingöngu Íslendinga. Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikilvægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga. Málið er nógu erfitt þótt að við látum ekki misskilning sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave að lögaðilar s.s. sveitarfélög, líknarfélög og aðrir aðilar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á Icesave netreikningum Landsbankans. Staðreyndin er sú að einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikningana, en fagfjárfestar þ.m.t félagasamtök og sveitarfélög áttu viðskipti á heildsölumarkaði með innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lögaðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Landsbankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstaklinga á smásölumarkaði. Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera. Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bretlands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem að margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknarfélög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki. Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leiti að annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans; Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable bank þ.e. breskan banka á ábyrg breska fjármálaeftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki eingöngu Íslendinga. Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikilvægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga. Málið er nógu erfitt þótt að við látum ekki misskilning sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar