Gleymd og grafin fræðigrein 22. desember 2010 06:00 Uppgröftur við Hrísbrú Undanfarin tíu til fimmtán ár hafa verið mikil gósentíð í íslenskri fornleifafræði og fagið verið í mikilli uppsveiflu.fréttablaðið/vilhelm Framtíð fornleifafræði á Íslandi er í óvissu, að mati Félags íslenskra fornleifafræðinga. Fjárveitingar til fornleifarannsókna hafa verið skornar niður um áttatíu prósent á síðastliðnum þremur árum. Hvorki er ljóst hver framtíð nýrra rannsókna er né hvernig staðið verður að því að ljúka fjölmörgum rannsóknum sem ráðist var í á undanförnum árum. Í sparnaðarskyni tók Háskóli Íslands ekki inn nýnema í fornleifafræði á haustönn. Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) skorar á yfirvöld mennta- og menningarmála að bregðast við. Mikil gróska hefur verið í fornleifafræði á Íslandi síðastliðin tíu til fimmtán ár. Auknu fé var veitt til rannsókna og ný þjóðminjalög frá 2001 styrktu fræðigreinina. Þá var byrjað að kenna fornleifafræði við Háskóla Íslands árið 2002. Lilja Pálsdóttir, formaður FÍF, segir að þessu gróskumikla tímabili sé lokið og framtíð fagsins sé óljós. Á stuttum tíma hafi rannsóknasjóðir ýmist verið þurrausnir og hafa þeir nú úr litlu að moða, að hennar sögn. „Aukið fjármagn blés nýju lífi í fornleifarannsóknir hér á landi og gerði það að verkum að ný atvinnutækifæri sköpuðust, bæði til handa fornleifafræðingum og nemendum í fornleifafræði, auk þess sem sérhæfing jókst innan fagsins og greinin óx og dafnaði. Nú blasir við að framtíð fornleifafræði á Íslandi er í uppnámi.“ Lilja bendir á að verkefni tengd fornleifafræði séu fyrirferðarlítil í nýju frumvarpi til fjárlaga. Þar séu aðeins fjórar milljónir eyrnamerktar fræðigreininni. Lilja segir að ekki einungis setji takmarkað fé strik í reikninginn hvað varðar framtíð rannsókna heldur sé jafnframt bagalegt að ekki sé nægt fé til að klára þær rannsóknir sem þegar séu komnar á góðan rekspöl. Þetta eigi við um stórar rannsóknir sem fjármagnaðar voru úr Kristnihátíðarsjóði í byrjun eins og á Hólum, Skálholti, Þingvöllum, Skriðuklaustri og fleiri stöðum tengdum kristni og kristnitöku. Í ályktun FÍF segir jafnframt að fornleifafræðinám í Háskóla Íslands sé í uppnámi þar sem ákveðið var í fyrsta sinn eftir að kennsla hófst í greininni að taka ekki inn nýnema á haustönn. Ástæðan er að fjármagn var ekki til að halda úti kennslu fyrir fyrsta árs nema. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Framtíð fornleifafræði á Íslandi er í óvissu, að mati Félags íslenskra fornleifafræðinga. Fjárveitingar til fornleifarannsókna hafa verið skornar niður um áttatíu prósent á síðastliðnum þremur árum. Hvorki er ljóst hver framtíð nýrra rannsókna er né hvernig staðið verður að því að ljúka fjölmörgum rannsóknum sem ráðist var í á undanförnum árum. Í sparnaðarskyni tók Háskóli Íslands ekki inn nýnema í fornleifafræði á haustönn. Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) skorar á yfirvöld mennta- og menningarmála að bregðast við. Mikil gróska hefur verið í fornleifafræði á Íslandi síðastliðin tíu til fimmtán ár. Auknu fé var veitt til rannsókna og ný þjóðminjalög frá 2001 styrktu fræðigreinina. Þá var byrjað að kenna fornleifafræði við Háskóla Íslands árið 2002. Lilja Pálsdóttir, formaður FÍF, segir að þessu gróskumikla tímabili sé lokið og framtíð fagsins sé óljós. Á stuttum tíma hafi rannsóknasjóðir ýmist verið þurrausnir og hafa þeir nú úr litlu að moða, að hennar sögn. „Aukið fjármagn blés nýju lífi í fornleifarannsóknir hér á landi og gerði það að verkum að ný atvinnutækifæri sköpuðust, bæði til handa fornleifafræðingum og nemendum í fornleifafræði, auk þess sem sérhæfing jókst innan fagsins og greinin óx og dafnaði. Nú blasir við að framtíð fornleifafræði á Íslandi er í uppnámi.“ Lilja bendir á að verkefni tengd fornleifafræði séu fyrirferðarlítil í nýju frumvarpi til fjárlaga. Þar séu aðeins fjórar milljónir eyrnamerktar fræðigreininni. Lilja segir að ekki einungis setji takmarkað fé strik í reikninginn hvað varðar framtíð rannsókna heldur sé jafnframt bagalegt að ekki sé nægt fé til að klára þær rannsóknir sem þegar séu komnar á góðan rekspöl. Þetta eigi við um stórar rannsóknir sem fjármagnaðar voru úr Kristnihátíðarsjóði í byrjun eins og á Hólum, Skálholti, Þingvöllum, Skriðuklaustri og fleiri stöðum tengdum kristni og kristnitöku. Í ályktun FÍF segir jafnframt að fornleifafræðinám í Háskóla Íslands sé í uppnámi þar sem ákveðið var í fyrsta sinn eftir að kennsla hófst í greininni að taka ekki inn nýnema á haustönn. Ástæðan er að fjármagn var ekki til að halda úti kennslu fyrir fyrsta árs nema. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði