Gleymd og grafin fræðigrein 22. desember 2010 06:00 Uppgröftur við Hrísbrú Undanfarin tíu til fimmtán ár hafa verið mikil gósentíð í íslenskri fornleifafræði og fagið verið í mikilli uppsveiflu.fréttablaðið/vilhelm Framtíð fornleifafræði á Íslandi er í óvissu, að mati Félags íslenskra fornleifafræðinga. Fjárveitingar til fornleifarannsókna hafa verið skornar niður um áttatíu prósent á síðastliðnum þremur árum. Hvorki er ljóst hver framtíð nýrra rannsókna er né hvernig staðið verður að því að ljúka fjölmörgum rannsóknum sem ráðist var í á undanförnum árum. Í sparnaðarskyni tók Háskóli Íslands ekki inn nýnema í fornleifafræði á haustönn. Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) skorar á yfirvöld mennta- og menningarmála að bregðast við. Mikil gróska hefur verið í fornleifafræði á Íslandi síðastliðin tíu til fimmtán ár. Auknu fé var veitt til rannsókna og ný þjóðminjalög frá 2001 styrktu fræðigreinina. Þá var byrjað að kenna fornleifafræði við Háskóla Íslands árið 2002. Lilja Pálsdóttir, formaður FÍF, segir að þessu gróskumikla tímabili sé lokið og framtíð fagsins sé óljós. Á stuttum tíma hafi rannsóknasjóðir ýmist verið þurrausnir og hafa þeir nú úr litlu að moða, að hennar sögn. „Aukið fjármagn blés nýju lífi í fornleifarannsóknir hér á landi og gerði það að verkum að ný atvinnutækifæri sköpuðust, bæði til handa fornleifafræðingum og nemendum í fornleifafræði, auk þess sem sérhæfing jókst innan fagsins og greinin óx og dafnaði. Nú blasir við að framtíð fornleifafræði á Íslandi er í uppnámi.“ Lilja bendir á að verkefni tengd fornleifafræði séu fyrirferðarlítil í nýju frumvarpi til fjárlaga. Þar séu aðeins fjórar milljónir eyrnamerktar fræðigreininni. Lilja segir að ekki einungis setji takmarkað fé strik í reikninginn hvað varðar framtíð rannsókna heldur sé jafnframt bagalegt að ekki sé nægt fé til að klára þær rannsóknir sem þegar séu komnar á góðan rekspöl. Þetta eigi við um stórar rannsóknir sem fjármagnaðar voru úr Kristnihátíðarsjóði í byrjun eins og á Hólum, Skálholti, Þingvöllum, Skriðuklaustri og fleiri stöðum tengdum kristni og kristnitöku. Í ályktun FÍF segir jafnframt að fornleifafræðinám í Háskóla Íslands sé í uppnámi þar sem ákveðið var í fyrsta sinn eftir að kennsla hófst í greininni að taka ekki inn nýnema á haustönn. Ástæðan er að fjármagn var ekki til að halda úti kennslu fyrir fyrsta árs nema. svavar@frettabladid.is Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Framtíð fornleifafræði á Íslandi er í óvissu, að mati Félags íslenskra fornleifafræðinga. Fjárveitingar til fornleifarannsókna hafa verið skornar niður um áttatíu prósent á síðastliðnum þremur árum. Hvorki er ljóst hver framtíð nýrra rannsókna er né hvernig staðið verður að því að ljúka fjölmörgum rannsóknum sem ráðist var í á undanförnum árum. Í sparnaðarskyni tók Háskóli Íslands ekki inn nýnema í fornleifafræði á haustönn. Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) skorar á yfirvöld mennta- og menningarmála að bregðast við. Mikil gróska hefur verið í fornleifafræði á Íslandi síðastliðin tíu til fimmtán ár. Auknu fé var veitt til rannsókna og ný þjóðminjalög frá 2001 styrktu fræðigreinina. Þá var byrjað að kenna fornleifafræði við Háskóla Íslands árið 2002. Lilja Pálsdóttir, formaður FÍF, segir að þessu gróskumikla tímabili sé lokið og framtíð fagsins sé óljós. Á stuttum tíma hafi rannsóknasjóðir ýmist verið þurrausnir og hafa þeir nú úr litlu að moða, að hennar sögn. „Aukið fjármagn blés nýju lífi í fornleifarannsóknir hér á landi og gerði það að verkum að ný atvinnutækifæri sköpuðust, bæði til handa fornleifafræðingum og nemendum í fornleifafræði, auk þess sem sérhæfing jókst innan fagsins og greinin óx og dafnaði. Nú blasir við að framtíð fornleifafræði á Íslandi er í uppnámi.“ Lilja bendir á að verkefni tengd fornleifafræði séu fyrirferðarlítil í nýju frumvarpi til fjárlaga. Þar séu aðeins fjórar milljónir eyrnamerktar fræðigreininni. Lilja segir að ekki einungis setji takmarkað fé strik í reikninginn hvað varðar framtíð rannsókna heldur sé jafnframt bagalegt að ekki sé nægt fé til að klára þær rannsóknir sem þegar séu komnar á góðan rekspöl. Þetta eigi við um stórar rannsóknir sem fjármagnaðar voru úr Kristnihátíðarsjóði í byrjun eins og á Hólum, Skálholti, Þingvöllum, Skriðuklaustri og fleiri stöðum tengdum kristni og kristnitöku. Í ályktun FÍF segir jafnframt að fornleifafræðinám í Háskóla Íslands sé í uppnámi þar sem ákveðið var í fyrsta sinn eftir að kennsla hófst í greininni að taka ekki inn nýnema á haustönn. Ástæðan er að fjármagn var ekki til að halda úti kennslu fyrir fyrsta árs nema. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira