Lífið

Afi Jackson brjálaður út af börnum Michael á YouTube

Paris, Prince Michael og Blanket litli á minningarathöfn um föður þeirra í fyrra.
Paris, Prince Michael og Blanket litli á minningarathöfn um föður þeirra í fyrra.
Nokkur myndbönd af börnum Michael Jackson skutu upp kollinum á YouTube nú í vikunni.

Á þeim sjást Paris Jackson, sem er tólf ára, og Blanket Jackson, sem er átta ára, grínast á heimili sínu í Kaliforníu. Elsti sonurinn Prince Michael er ekki á myndböndunum.

Afi þeirra, Joe Jackson, er alls ekki ánægður með þetta. Hann segist ekki vita hvernig myndböndin komust á Netið og vill að YouTube taki þau út. Börnin hafi ekki sjálf látið myndböndin inn heldur hafi þeim verið lekið.

Börn Michael Jackson búa heima hjá ömmu sinni, Katherine Jackson, í Encino í Kaliforníu. Nýlega bárust fréttir af því að allt væri í upplausn á fjölskylduheimilinu því að amma Jackson hefði allt of mörg ömmubörn að passa. Krakkarnir væru stöðugt að slást og hún réði ekkert við ástandið. Hvort að það tengist þessarri uppákomu er ekki vitað.

Myndböndin má sjá hér fyrir neðan:

Paris Jackson rappar með lagi

Blanket Jackson grínast með Star Wars

Paris Jackson talar við tölvuna








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.