Læknir eldaði lamb ofaní 270 svanga Íslendinga 4. október 2010 09:00 Ragnar er læknir sem hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár. „Þetta var algjört rugl. Ég var eiginlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fótboltaáhugamenn á Norðurlöndunum og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrverandi markmaður KR er frændi konunnar minnar. Hann sendi mér dularfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragnar um upphaf samstarfsins. „Auðvitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var enginn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráðinn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsilegt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimiliskokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætluðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyrirvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfirkokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokkum eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir.Þetta er fólk sem vinnur alvöruvinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og margir með heimþrá. Það komu nokkrir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslubók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokkur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þetta var algjört rugl. Ég var eiginlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fótboltaáhugamenn á Norðurlöndunum og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrverandi markmaður KR er frændi konunnar minnar. Hann sendi mér dularfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragnar um upphaf samstarfsins. „Auðvitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var enginn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráðinn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsilegt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimiliskokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætluðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyrirvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfirkokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokkum eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir.Þetta er fólk sem vinnur alvöruvinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og margir með heimþrá. Það komu nokkrir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslubók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokkur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira