Læknir eldaði lamb ofaní 270 svanga Íslendinga 4. október 2010 09:00 Ragnar er læknir sem hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár. „Þetta var algjört rugl. Ég var eiginlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fótboltaáhugamenn á Norðurlöndunum og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrverandi markmaður KR er frændi konunnar minnar. Hann sendi mér dularfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragnar um upphaf samstarfsins. „Auðvitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var enginn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráðinn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsilegt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimiliskokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætluðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyrirvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfirkokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokkum eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir.Þetta er fólk sem vinnur alvöruvinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og margir með heimþrá. Það komu nokkrir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslubók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokkur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Þetta var algjört rugl. Ég var eiginlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fótboltaáhugamenn á Norðurlöndunum og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrverandi markmaður KR er frændi konunnar minnar. Hann sendi mér dularfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragnar um upphaf samstarfsins. „Auðvitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var enginn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráðinn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsilegt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimiliskokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætluðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyrirvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfirkokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokkum eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir.Þetta er fólk sem vinnur alvöruvinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og margir með heimþrá. Það komu nokkrir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslubók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokkur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira