Læknir eldaði lamb ofaní 270 svanga Íslendinga 4. október 2010 09:00 Ragnar er læknir sem hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár. „Þetta var algjört rugl. Ég var eiginlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fótboltaáhugamenn á Norðurlöndunum og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrverandi markmaður KR er frændi konunnar minnar. Hann sendi mér dularfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragnar um upphaf samstarfsins. „Auðvitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var enginn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráðinn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsilegt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimiliskokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætluðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyrirvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfirkokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokkum eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir.Þetta er fólk sem vinnur alvöruvinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og margir með heimþrá. Það komu nokkrir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslubók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokkur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Þetta var algjört rugl. Ég var eiginlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fótboltaáhugamenn á Norðurlöndunum og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrverandi markmaður KR er frændi konunnar minnar. Hann sendi mér dularfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragnar um upphaf samstarfsins. „Auðvitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var enginn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráðinn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsilegt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimiliskokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætluðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyrirvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfirkokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokkum eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir.Þetta er fólk sem vinnur alvöruvinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og margir með heimþrá. Það komu nokkrir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslubók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokkur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira