Innlent

Þrír starfsmenn ráðnir til Hörpu

Ráðið hefur verið fólk til að halda utan um ráðstefnur, ljósabúnað og hljóðstjórn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík.

Karitas Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri ráðstefnuhalds, Páll S. Ragnarsson tæknistjóri ljósabúnaðar og Ingvar Jónsson tæknistjóri hljóðstjórnar.

Þá hefur listráð hússins komið saman á fyrsta fundi. Formaður ráðsins er Steinunn Birna Ragnarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×