Innlent

Þriðjungur sendi Íslands-kynninguna

Níu af hverju tíu svarendum í könnun MMR um viðhorf og þátttöku almennings í „Inspired by Iceland" átaki ferðaþjónustunnar telja átakið vel heppnað.

Tæp 70% svarenda höfðu sjálfir séð myndbandið „Inspired by Iceland" sem Íslendingar voru hvattir til að senda vinum og kunningjum í útlöndum. Hátt í

þriðjungur svarenda sagðist hafa sent myndbandið til vina í útlöndum.

Af þeim sem höfðu dreift myndbandinu til vina í útlöndum voru 65% sem sögðust hafa fengið jákvæð viðbrögð erlendis frá í

kjölfarið samkvæmt MMR.

Spurt var: „Þann 2. júní síðastliðinn hófst kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi sem fólst í því að Íslendingar sendu kynningarmyndbandið "Inspired by Iceland" til vina í útlöndum"

a: Hefur þú séð myndbandið?

b: Hefur þú dreift myndbandinu til vina í útlöndum?

-t.d. í tölvupósti, á vefsíðu eða á facebook.

c: Hefur þú fengið jákvæð viðbrögð við myndbandinu frá vinum í útlöndum?

-jákvæð viðbrögð geta verið allt frá jákvæðum tölvupósti til ákvörðunar um að ferðast til Íslands.

d: Finnst þér átakið "Inspired by Iceland" vera vel heppnað?

Svarmöguleikar voru: Já, Nei og Veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem tóku afstöðu.

Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til einstakra spurninga var eftirfarandi: a: 99,5%, b: 99,5, c: 83,6% og d: 66,0%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×