Hörður Þorsteinsson: Til varnar golfíþróttinni Hörður Þorsteinsson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Mikil umræða hefur verið um þá ákvörðun Borgarstjórnar að ganga til samninga við Golfklúbb Reykjavíkur um stækkun Korpúlfstaðavallar. Því miður hefur umræðan einkennst af neikvæðri umfjöllun um golfíþróttina, að golf sé lúxusíþrótt og fleira í þeim dúr. En lítum á nokkrar staðreyndir. Golfsamband Íslands er næst fjölmennasta sérsamband á Íslandi með rúmlega 16 þúsund skráða félaga og samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir GSÍ, fóru tæplega 40 þúsund Íslendingar í golf 5 sinnum eða oftar á síðasta ári. Þá hefur komið fram í umræðunni að um 300 þúsund heimsóknir voru á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur á árinu 2009. Golf er almenningsíþrótt hér á landi og þeir sem spila golf eru þverskurður af okkar samfélagi. Á golfvellinum spila iðnaðarmenn við hlið atvinnurekenda og börn með foreldrum sínum. Undanfarin 15 ár hefur mikil viðhorfsbreyting orðið til golfíþróttarinnar og börn og unglingar fengið meiri áhuga á íþróttinni en áður. Í áðurnefndri könnun Capacent sögðu 50% af þeim börnum og ungmennum á aldrinum 12-20 ára sem spurð voru að þau hefðu áhuga á golfíþróttinni, annað hvort sem iðkendur eða hafa áhuga á að kynnast íþróttinni nánar. Þeir sem verið hafa í forystu fyrir golfklúbba landsins hafa reynt að stilla gjöldum í hóf og sýna aðhald og skynsemi í rekstri og þannig haldið félagsgjöldum í lágmarki. Þá hafa golfklúbbarnir haft félagsgjöld barna og ungmenna í hófi og við lauslega könnun á kostnaði við almenna íþróttaiðkun þá er líklega hvað ódýrast að leyfa barni að æfa golfíþróttina af öllum þeim möguleikum sem í boði eru. Atvinnurekendur, stéttarfélög og starfsmannafélög hafa skilið mikilvægi íþróttaiðkunar hjá starfsmönnum sínum og félögum og niðurgreiða kostnað við íþróttaiðkun. Þannig greiðir t.d. Verslunarmannafélag Reykjavíkur 25 þúsund krónur í líkamsræktarstyrk til sinna félagsmanna og nýta kylfingar í þeim hóp sér þá fyrirgreiðslu upp í sín félagsgjöld. Þessir aðilar gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir alla og hversu mikil forvörn og sparnaður fylgir því að stunda heilbrigða lífshætti og hreyfa sig reglulega. Það skýtur því skökku við að læknirinn og borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson hafi að háð og spoti þá ákvörðun Borgarstjórnar að styðja við Golfklúbb Reykjavíkur um stækkun Korpúlfstaðavallar á næstu 4 árum. Í samanburði við önnur íþróttamannvirki er hér um lágar fjárhæðir að ræða á meðan ávinningur borgarinnar er gríðarlegur í að bæta lífsgæði borgarbúa. Mikilvægi hreyfingar hefur aldrei verið meiri en nú þegar atvinnuhættir hafa breyst með þeim hætti að sífellt fleiri stunda kyrrsetu störf. Í rannsókn sem gerð var Karolinska Háskólaspítalanum í Svíþjóð kemur fram að lífslíkur þeirra sem spila golf eru um 5 árum lengri en samanburðarhóps og er athyglisvert að lesa ummæli prófessors Anders Ahlbom þar sem hann túlkar niðurstöðurnar, en þar segir hann; að það að spila einn golfhring tekur um fjóra til fimm klukkutíma og viðkomandi gengur 6 til 7 km. Slík heilsurækt fram á elliár er tvímælalaust jákvæð auk þess sem iðkun íþróttarinnar hafi einnig jákvæð félagsleg áhrif. Íslenskir golfvellir hafa miklu sérstöðu hvað varðar landslag og náttúrufar og hefur golfhreyfingin undanfarið unnið að því að markaðsetja íslenska golfvelli á erlendum mörkuðum. Fulltrúar frá Samtökum golfferðaskrifstofa voru hér á landi síðasta sumar og tóku út flesta 18 holu golfvelli landsins. Það var mat þessara aðila að við ættum mikla möguleika á að fá fjölda kylfinga til landsins til að upplifa þá sérstöðu sem hér væri að finna. Samtökin GolfIceland hafa markvisst unnið með þessar niðurstöður og hafa allir helstu ferðaþjónustuaðilar hér á landi unnið með samtökunum með það að markmiði að kynna golf á Íslandi á erlendum mörkuðum. Í því samhengi er að sjálfsögðu verið að stefna að því að auka gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Það eru því gríðarleg vonbrigði að fulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík skuli leggjast af öllum þunga gegn þeirri ákvörðun borgarstjórnar að styðja með hóflegum hætti við uppbyggingu golfvalla í borginni og draga úr mikilvægi þessa verkefnis á niðurskurðartímum. Það er alkunna að í kreppu leitar fólk inná við, ferðalög dragast saman og fjölskyldan leitast við að nýta þann aukna frítíma sem verður með minnkandi atvinnumöguleikum. Golfklúbbarnir á Íslandi fundu greinilega fyrir þessari þörf síðastliðið sumar því algjör sprenging varð í heimsóknum á golfvelli landsins og sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. GR var langt frá því að geta annað þeirri eftirspurn sem varð á golfvöllum klúbbsins, þrátt fyrir að klúbburinn hafi haft reynt að auka möguleika sinna félaga á að stunda íþróttina með því að gera samninga við ýmsa golfklúbba í nágrenni borgarinnar. Golfvellir landsins eru nú óðum að taka á sig lit sumars og kylfingar landsins iða í skininu eftir því að komast út. Það er von okkar kylfinga að þrátt fyrir kreppu hættum við ekki að byggja hér betra samfélag og leita leiða til að auka lífsgæði þeirra sem hér búa. Við erum sannfærðir um að því fleiri golfvellir sem byggðir verða, því meiri sparnaður verður í samfélaginu á öðrum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um þá ákvörðun Borgarstjórnar að ganga til samninga við Golfklúbb Reykjavíkur um stækkun Korpúlfstaðavallar. Því miður hefur umræðan einkennst af neikvæðri umfjöllun um golfíþróttina, að golf sé lúxusíþrótt og fleira í þeim dúr. En lítum á nokkrar staðreyndir. Golfsamband Íslands er næst fjölmennasta sérsamband á Íslandi með rúmlega 16 þúsund skráða félaga og samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir GSÍ, fóru tæplega 40 þúsund Íslendingar í golf 5 sinnum eða oftar á síðasta ári. Þá hefur komið fram í umræðunni að um 300 þúsund heimsóknir voru á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur á árinu 2009. Golf er almenningsíþrótt hér á landi og þeir sem spila golf eru þverskurður af okkar samfélagi. Á golfvellinum spila iðnaðarmenn við hlið atvinnurekenda og börn með foreldrum sínum. Undanfarin 15 ár hefur mikil viðhorfsbreyting orðið til golfíþróttarinnar og börn og unglingar fengið meiri áhuga á íþróttinni en áður. Í áðurnefndri könnun Capacent sögðu 50% af þeim börnum og ungmennum á aldrinum 12-20 ára sem spurð voru að þau hefðu áhuga á golfíþróttinni, annað hvort sem iðkendur eða hafa áhuga á að kynnast íþróttinni nánar. Þeir sem verið hafa í forystu fyrir golfklúbba landsins hafa reynt að stilla gjöldum í hóf og sýna aðhald og skynsemi í rekstri og þannig haldið félagsgjöldum í lágmarki. Þá hafa golfklúbbarnir haft félagsgjöld barna og ungmenna í hófi og við lauslega könnun á kostnaði við almenna íþróttaiðkun þá er líklega hvað ódýrast að leyfa barni að æfa golfíþróttina af öllum þeim möguleikum sem í boði eru. Atvinnurekendur, stéttarfélög og starfsmannafélög hafa skilið mikilvægi íþróttaiðkunar hjá starfsmönnum sínum og félögum og niðurgreiða kostnað við íþróttaiðkun. Þannig greiðir t.d. Verslunarmannafélag Reykjavíkur 25 þúsund krónur í líkamsræktarstyrk til sinna félagsmanna og nýta kylfingar í þeim hóp sér þá fyrirgreiðslu upp í sín félagsgjöld. Þessir aðilar gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir alla og hversu mikil forvörn og sparnaður fylgir því að stunda heilbrigða lífshætti og hreyfa sig reglulega. Það skýtur því skökku við að læknirinn og borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson hafi að háð og spoti þá ákvörðun Borgarstjórnar að styðja við Golfklúbb Reykjavíkur um stækkun Korpúlfstaðavallar á næstu 4 árum. Í samanburði við önnur íþróttamannvirki er hér um lágar fjárhæðir að ræða á meðan ávinningur borgarinnar er gríðarlegur í að bæta lífsgæði borgarbúa. Mikilvægi hreyfingar hefur aldrei verið meiri en nú þegar atvinnuhættir hafa breyst með þeim hætti að sífellt fleiri stunda kyrrsetu störf. Í rannsókn sem gerð var Karolinska Háskólaspítalanum í Svíþjóð kemur fram að lífslíkur þeirra sem spila golf eru um 5 árum lengri en samanburðarhóps og er athyglisvert að lesa ummæli prófessors Anders Ahlbom þar sem hann túlkar niðurstöðurnar, en þar segir hann; að það að spila einn golfhring tekur um fjóra til fimm klukkutíma og viðkomandi gengur 6 til 7 km. Slík heilsurækt fram á elliár er tvímælalaust jákvæð auk þess sem iðkun íþróttarinnar hafi einnig jákvæð félagsleg áhrif. Íslenskir golfvellir hafa miklu sérstöðu hvað varðar landslag og náttúrufar og hefur golfhreyfingin undanfarið unnið að því að markaðsetja íslenska golfvelli á erlendum mörkuðum. Fulltrúar frá Samtökum golfferðaskrifstofa voru hér á landi síðasta sumar og tóku út flesta 18 holu golfvelli landsins. Það var mat þessara aðila að við ættum mikla möguleika á að fá fjölda kylfinga til landsins til að upplifa þá sérstöðu sem hér væri að finna. Samtökin GolfIceland hafa markvisst unnið með þessar niðurstöður og hafa allir helstu ferðaþjónustuaðilar hér á landi unnið með samtökunum með það að markmiði að kynna golf á Íslandi á erlendum mörkuðum. Í því samhengi er að sjálfsögðu verið að stefna að því að auka gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Það eru því gríðarleg vonbrigði að fulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík skuli leggjast af öllum þunga gegn þeirri ákvörðun borgarstjórnar að styðja með hóflegum hætti við uppbyggingu golfvalla í borginni og draga úr mikilvægi þessa verkefnis á niðurskurðartímum. Það er alkunna að í kreppu leitar fólk inná við, ferðalög dragast saman og fjölskyldan leitast við að nýta þann aukna frítíma sem verður með minnkandi atvinnumöguleikum. Golfklúbbarnir á Íslandi fundu greinilega fyrir þessari þörf síðastliðið sumar því algjör sprenging varð í heimsóknum á golfvelli landsins og sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. GR var langt frá því að geta annað þeirri eftirspurn sem varð á golfvöllum klúbbsins, þrátt fyrir að klúbburinn hafi haft reynt að auka möguleika sinna félaga á að stunda íþróttina með því að gera samninga við ýmsa golfklúbba í nágrenni borgarinnar. Golfvellir landsins eru nú óðum að taka á sig lit sumars og kylfingar landsins iða í skininu eftir því að komast út. Það er von okkar kylfinga að þrátt fyrir kreppu hættum við ekki að byggja hér betra samfélag og leita leiða til að auka lífsgæði þeirra sem hér búa. Við erum sannfærðir um að því fleiri golfvellir sem byggðir verða, því meiri sparnaður verður í samfélaginu á öðrum sviðum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun