Sólheimadeilan gæti fengið farsælan endi 27. desember 2010 07:30 Málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga um áramót. Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi hafa verið ósáttir við þau málalok en munu nú ræða við forsvarsmenn Sveitarfélagsins Árborgar um framhaldið. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi og Sveitarfélagsins Árborgar munu funda um stöðu Sólheima á morgun. Á fundinum mun koma í ljós hvort vilji er til þess af beggja hálfu að halda rekstrinum óbreyttum áfram. „Við munum ræða stöðuna, fara yfir hvaða ákvarðanir framkvæmdastjórn Sólheima hefur tekið um hvernig þeir hyggjast koma þessu máli áfram. Ef þeir hafa áhuga á að sinna rekstrinum þarna áfram munum við væntanlega hefja samningaviðræður,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Óvissa hefur verið um rekstur Sólheima eftir áramót, þegar málaefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Fram að þessu hafa forsvarsmenn Sólheima ekki viljað að málefni þessarar sjálfseignarstofnunar flytjist frá ríkinu til sveitarfélagsins. Ásta segir ekki líklegt að samkomulag takist um áframhaldandi rekstur á fundinum á morgun. Líklegra sé að reynt verði að ná bráðabirgðasamkomulagi fyrir áramót til að skapa ráðrúm til að leysa varanlega úr málinu. Hún segir stjórnendur Árborgar fúsa til að leysa málin með samningum. „Ég geng vongóður til þessa fundar, en svo verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Hann segir að forsvarsmenn Árborgar hafi sagt opinberlega að þeir vilji tryggja það sem stjórnendur Sólheima líti á sem grundvallaratriði. Það sé að tryggja að íbúar Sólheima fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að áframhaldandi sjálfstæði Sólheima verði tryggt. „Við verðum að láta reyna á þetta fyrst Alþingi brást okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir að leysa verði úr málinu fyrir áramót, en eftir fundinn á morgun liggi trúlega nokkurn veginn fyrir hvort einhver lausn sé í sjónmáli. Í nýlegri yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra og Sveitarfélaginu Árborg segir að íbúum á Sólheimum verði tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum.brjann@frettabladid.is Ásta Stefánsdóttir Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi og Sveitarfélagsins Árborgar munu funda um stöðu Sólheima á morgun. Á fundinum mun koma í ljós hvort vilji er til þess af beggja hálfu að halda rekstrinum óbreyttum áfram. „Við munum ræða stöðuna, fara yfir hvaða ákvarðanir framkvæmdastjórn Sólheima hefur tekið um hvernig þeir hyggjast koma þessu máli áfram. Ef þeir hafa áhuga á að sinna rekstrinum þarna áfram munum við væntanlega hefja samningaviðræður,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Óvissa hefur verið um rekstur Sólheima eftir áramót, þegar málaefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Fram að þessu hafa forsvarsmenn Sólheima ekki viljað að málefni þessarar sjálfseignarstofnunar flytjist frá ríkinu til sveitarfélagsins. Ásta segir ekki líklegt að samkomulag takist um áframhaldandi rekstur á fundinum á morgun. Líklegra sé að reynt verði að ná bráðabirgðasamkomulagi fyrir áramót til að skapa ráðrúm til að leysa varanlega úr málinu. Hún segir stjórnendur Árborgar fúsa til að leysa málin með samningum. „Ég geng vongóður til þessa fundar, en svo verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Hann segir að forsvarsmenn Árborgar hafi sagt opinberlega að þeir vilji tryggja það sem stjórnendur Sólheima líti á sem grundvallaratriði. Það sé að tryggja að íbúar Sólheima fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að áframhaldandi sjálfstæði Sólheima verði tryggt. „Við verðum að láta reyna á þetta fyrst Alþingi brást okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir að leysa verði úr málinu fyrir áramót, en eftir fundinn á morgun liggi trúlega nokkurn veginn fyrir hvort einhver lausn sé í sjónmáli. Í nýlegri yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra og Sveitarfélaginu Árborg segir að íbúum á Sólheimum verði tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum.brjann@frettabladid.is Ásta Stefánsdóttir
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira