Sólheimadeilan gæti fengið farsælan endi 27. desember 2010 07:30 Málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga um áramót. Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi hafa verið ósáttir við þau málalok en munu nú ræða við forsvarsmenn Sveitarfélagsins Árborgar um framhaldið. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi og Sveitarfélagsins Árborgar munu funda um stöðu Sólheima á morgun. Á fundinum mun koma í ljós hvort vilji er til þess af beggja hálfu að halda rekstrinum óbreyttum áfram. „Við munum ræða stöðuna, fara yfir hvaða ákvarðanir framkvæmdastjórn Sólheima hefur tekið um hvernig þeir hyggjast koma þessu máli áfram. Ef þeir hafa áhuga á að sinna rekstrinum þarna áfram munum við væntanlega hefja samningaviðræður,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Óvissa hefur verið um rekstur Sólheima eftir áramót, þegar málaefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Fram að þessu hafa forsvarsmenn Sólheima ekki viljað að málefni þessarar sjálfseignarstofnunar flytjist frá ríkinu til sveitarfélagsins. Ásta segir ekki líklegt að samkomulag takist um áframhaldandi rekstur á fundinum á morgun. Líklegra sé að reynt verði að ná bráðabirgðasamkomulagi fyrir áramót til að skapa ráðrúm til að leysa varanlega úr málinu. Hún segir stjórnendur Árborgar fúsa til að leysa málin með samningum. „Ég geng vongóður til þessa fundar, en svo verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Hann segir að forsvarsmenn Árborgar hafi sagt opinberlega að þeir vilji tryggja það sem stjórnendur Sólheima líti á sem grundvallaratriði. Það sé að tryggja að íbúar Sólheima fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að áframhaldandi sjálfstæði Sólheima verði tryggt. „Við verðum að láta reyna á þetta fyrst Alþingi brást okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir að leysa verði úr málinu fyrir áramót, en eftir fundinn á morgun liggi trúlega nokkurn veginn fyrir hvort einhver lausn sé í sjónmáli. Í nýlegri yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra og Sveitarfélaginu Árborg segir að íbúum á Sólheimum verði tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum.brjann@frettabladid.is Ásta Stefánsdóttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi og Sveitarfélagsins Árborgar munu funda um stöðu Sólheima á morgun. Á fundinum mun koma í ljós hvort vilji er til þess af beggja hálfu að halda rekstrinum óbreyttum áfram. „Við munum ræða stöðuna, fara yfir hvaða ákvarðanir framkvæmdastjórn Sólheima hefur tekið um hvernig þeir hyggjast koma þessu máli áfram. Ef þeir hafa áhuga á að sinna rekstrinum þarna áfram munum við væntanlega hefja samningaviðræður,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Óvissa hefur verið um rekstur Sólheima eftir áramót, þegar málaefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Fram að þessu hafa forsvarsmenn Sólheima ekki viljað að málefni þessarar sjálfseignarstofnunar flytjist frá ríkinu til sveitarfélagsins. Ásta segir ekki líklegt að samkomulag takist um áframhaldandi rekstur á fundinum á morgun. Líklegra sé að reynt verði að ná bráðabirgðasamkomulagi fyrir áramót til að skapa ráðrúm til að leysa varanlega úr málinu. Hún segir stjórnendur Árborgar fúsa til að leysa málin með samningum. „Ég geng vongóður til þessa fundar, en svo verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Hann segir að forsvarsmenn Árborgar hafi sagt opinberlega að þeir vilji tryggja það sem stjórnendur Sólheima líti á sem grundvallaratriði. Það sé að tryggja að íbúar Sólheima fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að áframhaldandi sjálfstæði Sólheima verði tryggt. „Við verðum að láta reyna á þetta fyrst Alþingi brást okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir að leysa verði úr málinu fyrir áramót, en eftir fundinn á morgun liggi trúlega nokkurn veginn fyrir hvort einhver lausn sé í sjónmáli. Í nýlegri yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra og Sveitarfélaginu Árborg segir að íbúum á Sólheimum verði tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum.brjann@frettabladid.is Ásta Stefánsdóttir
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira