Leggja til strangar hömlur á skógrækt 20. desember 2010 18:36 Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira