Listalaun og menningarstefna 4. mars 2010 06:00 Njörður Sigurjónsson skrifar um styrki til menningarmála. Opinberir menningarstyrkir eru hitamál og hafa verið lengi. Hinsvegar mætti umræða um menningarstefnu hins opinbera vera almennt marvissari en almenningur hefur litla hugmynd út á hvað hún gengur. Þar er fyrst og fremst við Alþingi að sakast sem ekki hefur viljað setja fram heildstæða stefnu í menningarmálum. „Listamannalaun" eru misvísandi heiti á verkefnastyrkjum til sjálfstætt starfandi listamanna. Sótt er um styrki til verkefna og þurfa styrkþegar að skila inn skýrslu um efndir. Heimilt er að fella niður styrki til þeirra sem ekki sinna þeim verkefnum sem um var sótt. Listamannalaun eru því ekki atvinnuleysisbætur. Samkvæmt nýjum lögum eru þau í heildina 1325 mánaðarlaun árið 2010, eða 110 árslaun, sem skiptast á milli 200 listamanna í ólíkum hlutföllum. Sumir fá laun til eins eða tveggja ára, en flestir aðeins hluta úr ári, og oftast aðeins hluta af þeim kostnaði sem fellur til við verkefnin. Einingin „starfslaun" (266.737 kr. á mánuði) hentar því ekki alltaf til þess að áætla kostnað við einstök verkefni, t.d. hjá sviðslistahópum. Á Alþingi hefur ekki verið áhugi fyrir því að setja fram opinbera menningarstefnu og látið nægja að benda á það sem gert er, til dæmis með vísan til fjárlaga, til marks um vilja yfirvalda í menningarmálum. Þetta hefur hentað ráðherrum vel þar sem þeir hafa getað ráðstafað þessum málaflokki að vild. Jafnframt hafa helstu hagsmunaaðilar, til dæmis félög listamanna og starfsmenn þeirra stofnana sem heyra undir sviðið, haft greiðan aðgang að skrifstofu ráðherra til að koma sínum óskum á framfæri. Hængur er þó á þessu fyrirkomulagi því aðrir en innvígðir hafa ekki aðgang að stefnumótun málaflokksins og erfitt er að átta sig á heildarmyndinni. Almenningur hefur þannig ekkert með stefnu í menningarmálum að gera. Ekkert mat er lagt á árangur og litlar sem engar rannsóknir eru gerðar á því hvort mál þokist í rétta átt. Er nema von að þorri fólks viti ekkert um hvað málið snýst. Höfundur er lektor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Njörður Sigurjónsson skrifar um styrki til menningarmála. Opinberir menningarstyrkir eru hitamál og hafa verið lengi. Hinsvegar mætti umræða um menningarstefnu hins opinbera vera almennt marvissari en almenningur hefur litla hugmynd út á hvað hún gengur. Þar er fyrst og fremst við Alþingi að sakast sem ekki hefur viljað setja fram heildstæða stefnu í menningarmálum. „Listamannalaun" eru misvísandi heiti á verkefnastyrkjum til sjálfstætt starfandi listamanna. Sótt er um styrki til verkefna og þurfa styrkþegar að skila inn skýrslu um efndir. Heimilt er að fella niður styrki til þeirra sem ekki sinna þeim verkefnum sem um var sótt. Listamannalaun eru því ekki atvinnuleysisbætur. Samkvæmt nýjum lögum eru þau í heildina 1325 mánaðarlaun árið 2010, eða 110 árslaun, sem skiptast á milli 200 listamanna í ólíkum hlutföllum. Sumir fá laun til eins eða tveggja ára, en flestir aðeins hluta úr ári, og oftast aðeins hluta af þeim kostnaði sem fellur til við verkefnin. Einingin „starfslaun" (266.737 kr. á mánuði) hentar því ekki alltaf til þess að áætla kostnað við einstök verkefni, t.d. hjá sviðslistahópum. Á Alþingi hefur ekki verið áhugi fyrir því að setja fram opinbera menningarstefnu og látið nægja að benda á það sem gert er, til dæmis með vísan til fjárlaga, til marks um vilja yfirvalda í menningarmálum. Þetta hefur hentað ráðherrum vel þar sem þeir hafa getað ráðstafað þessum málaflokki að vild. Jafnframt hafa helstu hagsmunaaðilar, til dæmis félög listamanna og starfsmenn þeirra stofnana sem heyra undir sviðið, haft greiðan aðgang að skrifstofu ráðherra til að koma sínum óskum á framfæri. Hængur er þó á þessu fyrirkomulagi því aðrir en innvígðir hafa ekki aðgang að stefnumótun málaflokksins og erfitt er að átta sig á heildarmyndinni. Almenningur hefur þannig ekkert með stefnu í menningarmálum að gera. Ekkert mat er lagt á árangur og litlar sem engar rannsóknir eru gerðar á því hvort mál þokist í rétta átt. Er nema von að þorri fólks viti ekkert um hvað málið snýst. Höfundur er lektor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar