Innlent

Hreyfingin með kosningavöku

Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Hreyfingin stendur fyrir kosningavöku á Hótel Reykjavík Centrum næstkomandi laugardag í tilefni af fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni í sögu lýðveldisins, að fram kemur í tilkynningu. Á laugardaginn fer fram atkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs og forsetinni neitaði að staðfesta.

Veislustjórn verður í höndum Birgittu Jónsdóttur, þingmanns. Kosningavakan hefst klukkan 21 og stendur fram yfir miðnætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×