Pólitískt líf Steingríms hangir á bláþræði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. mars 2010 18:45 Pólitískt líf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, kann að vera á enda fari svo að ekki náist samningar við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Algjör pattstaða er nú í málinu ytra og engir fundir verið boðaðir. Stjórnarkreppa gæti blasað við. Fáir hafa lagt jafn mikið undir í Icesave málinu eins og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Segja má að hann þurft að bera hitann og þungann í málinu allt frá því að fyrsta samkomulagið leit dagsins ljós í sumar. Þá hefur hann ekki einungis þurft að svara gagnrýni stjórnarandstöðu heldur einnig barist við klofning innan eigin flokks. Ögmundur Jónasson, sagði af sér sem heilbrigðisráðherra vegna málsins og þá greiddi hann einnig atkvæði gegn Icesave frumvarpinu ásamt Lilju Mósesdóttur. Náist ekki nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og málið síðan fellt þar er það mat heimildarmanna fréttastofu innan stjórnarflokkanna að pólitísk staða Steingríms sé þá orðin afar veik. Hann sitji þá uppi með hálf klofinn flokk og afar veikt umboð til að halda utanum áframhaldandi viðræður í Icesave málinu. Eins og staðan er núna bendir fátt til þess að samkomulag við Breta og Hollendinga sé í sjónmáli. Ekki var fundað formlega í dag og engir fundir hafa verið boðaðir. Enn er deilt um fjármagnskostnað og málið komið í pattstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur hafa forðast að tengja þjóðaratkvæðagreiðsluna við ríkisstjórnarsamstarfið. Ef Steingrímur segir hins vegar af sér er líf ríkisstjórnarinnar í verulegri hættu og vaxandi líkur á stjórnarkreppu. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Pólitískt líf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, kann að vera á enda fari svo að ekki náist samningar við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Algjör pattstaða er nú í málinu ytra og engir fundir verið boðaðir. Stjórnarkreppa gæti blasað við. Fáir hafa lagt jafn mikið undir í Icesave málinu eins og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Segja má að hann þurft að bera hitann og þungann í málinu allt frá því að fyrsta samkomulagið leit dagsins ljós í sumar. Þá hefur hann ekki einungis þurft að svara gagnrýni stjórnarandstöðu heldur einnig barist við klofning innan eigin flokks. Ögmundur Jónasson, sagði af sér sem heilbrigðisráðherra vegna málsins og þá greiddi hann einnig atkvæði gegn Icesave frumvarpinu ásamt Lilju Mósesdóttur. Náist ekki nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og málið síðan fellt þar er það mat heimildarmanna fréttastofu innan stjórnarflokkanna að pólitísk staða Steingríms sé þá orðin afar veik. Hann sitji þá uppi með hálf klofinn flokk og afar veikt umboð til að halda utanum áframhaldandi viðræður í Icesave málinu. Eins og staðan er núna bendir fátt til þess að samkomulag við Breta og Hollendinga sé í sjónmáli. Ekki var fundað formlega í dag og engir fundir hafa verið boðaðir. Enn er deilt um fjármagnskostnað og málið komið í pattstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur hafa forðast að tengja þjóðaratkvæðagreiðsluna við ríkisstjórnarsamstarfið. Ef Steingrímur segir hins vegar af sér er líf ríkisstjórnarinnar í verulegri hættu og vaxandi líkur á stjórnarkreppu.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira