Virtur leikhúsfrömuður á sýningu hjá Vesturporti 4. mars 2010 05:00 Virtur náungi <B>Joseph Melillo</B> sést hér spjalla við Óskarsverðlaunaleikkonuna <B>Cate Blanchett</B>. Hann er mikill áhrifamaður í bandarísku leikhúslífi en hann er í forsvari fyrir hið virta Brooklyn-leikhús BAM. <B>Gísli Örn Garðarsson</B> segir þetta vera fyrstu ferð Melillo til Íslands og hann fái að upplifa íslenska náttúrufegurð í heimsókn sinni til landsins. Joseph Melillo, einn af forsvarsmönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vesturporti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vesturport er að fara með aðra sýningu, Hamskiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi. Gísli Örn Garðarsson segist í samtali við Fréttablaðið reiðubúinn til að kvitta upp á það að Melillo sé einn af tíu áhrifamestu mönnunum í leikhúsheiminum um þessar mundir. „BAM-leikhúsið er fyrir þau leikhús sem eru að reyna að gera eitthvað öðruvísi og það sinnir því hlutverki fyrir allan Ameríkumarkað. Þeir sem vilja græða peninga fara á Broadway, hinir reyna að komast að hjá BAM," útskýrir Gísli. Melillo virðist vera mikill aðdáandi íslenska leikhópsins því hópurinn setti einnig upp Woyzeck þar á sínum tíma. „Hann er samt að koma í fyrsta skipti til Íslands og ætli við förum ekki með hann eitthvað út fyrir höfuðborgarsvæðið og sýnum honum landið." BAM-leikhúsið er í Brooklyn og var stofnað 1861. Hlutverk þess hefur alltaf verið að sýna leikhúsuppfærslur sem þykja framúrstefnulegar eða boða eitthvað nýtt. Fjöldi þekktra listamanna hefur sýnt leikhúsinu mikla tryggð, sænski leikstjórinn Ingmar Bergman sýndi verk sín hjá BAM-leikhúsinu og grunge-rokkararnir í Nirvana kynntu yfirleitt sitt nýjasta efni hjá BAM. Vesturport er reyndar á faraldsfæti, heldur til Suður-Ameríku og sýnir Hamskiptin á einni stærstu leikhússýningu heims í Bógóta í Kólumbíu. Allur hópurinn fer út um miðjan mars en Gísli og Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Vesturports, fara út á undan öllum því þau eiga bókaða fundi hjá tveimur leikhúsum í borg englanna, Los Angeles. „Já, það eru tvö leikhús þar sem hafa áhuga á því að setja upp Hamskiptin með íslensku leikurunum, það yrði vissulega spennandi og okkur fannst bara tilvalið að nýta þessa ferð til að ræða við þau," segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Joseph Melillo, einn af forsvarsmönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vesturporti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vesturport er að fara með aðra sýningu, Hamskiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi. Gísli Örn Garðarsson segist í samtali við Fréttablaðið reiðubúinn til að kvitta upp á það að Melillo sé einn af tíu áhrifamestu mönnunum í leikhúsheiminum um þessar mundir. „BAM-leikhúsið er fyrir þau leikhús sem eru að reyna að gera eitthvað öðruvísi og það sinnir því hlutverki fyrir allan Ameríkumarkað. Þeir sem vilja græða peninga fara á Broadway, hinir reyna að komast að hjá BAM," útskýrir Gísli. Melillo virðist vera mikill aðdáandi íslenska leikhópsins því hópurinn setti einnig upp Woyzeck þar á sínum tíma. „Hann er samt að koma í fyrsta skipti til Íslands og ætli við förum ekki með hann eitthvað út fyrir höfuðborgarsvæðið og sýnum honum landið." BAM-leikhúsið er í Brooklyn og var stofnað 1861. Hlutverk þess hefur alltaf verið að sýna leikhúsuppfærslur sem þykja framúrstefnulegar eða boða eitthvað nýtt. Fjöldi þekktra listamanna hefur sýnt leikhúsinu mikla tryggð, sænski leikstjórinn Ingmar Bergman sýndi verk sín hjá BAM-leikhúsinu og grunge-rokkararnir í Nirvana kynntu yfirleitt sitt nýjasta efni hjá BAM. Vesturport er reyndar á faraldsfæti, heldur til Suður-Ameríku og sýnir Hamskiptin á einni stærstu leikhússýningu heims í Bógóta í Kólumbíu. Allur hópurinn fer út um miðjan mars en Gísli og Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Vesturports, fara út á undan öllum því þau eiga bókaða fundi hjá tveimur leikhúsum í borg englanna, Los Angeles. „Já, það eru tvö leikhús þar sem hafa áhuga á því að setja upp Hamskiptin með íslensku leikurunum, það yrði vissulega spennandi og okkur fannst bara tilvalið að nýta þessa ferð til að ræða við þau," segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein