Lilja Mósesdóttir: Að ganga í takt 28. apríl 2010 09:09 Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun