Rof á þjóðarsátt um gjaldtöku 13. nóvember 2010 06:00 Runólfur Ólafsson Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hugnast illa áform um að leggja vegtolla á umferð til að fjármagna framkvæmdir á Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsvegi. „Það hefur verið þjóðarsátt um gjaldtöku til framkvæmda og hún hefur farið fram með sköttum á eldsneyti,“ segir Runólfur. Árlega séu 35 milljarðar innheimtir með þeim hætti en aðeins hluti fjárins renni til vegaframkvæmda. Þá gagnrýnir hann að í hugmyndum um gjaldtöku sé ekki gert ráð fyrir valleiðum, það er leiðum sem ekki þurfi að greiða fyrir að aka um. Fólk muni því ekki eiga val. Runólfur gagnrýnir líka framkvæmdirnar sem ráðast á í. „Í þessu árferði vil ég frekar að farið verði í minni viðhaldsverkefni. Það er hægt, og þarf, að auka öryggi víða með litlum tilkostnaði.“ Hann er líka andvígur tvöföldun Suðurlandsvegar. „Ég tel réttara að fara í 2+1 veg. Slíkir vegir eru öruggari en 2+2 vegir og við sjáum að sú leið hefur verið valin á fjölförnum vegum víða, til dæmis á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Runólfur undrast líka þau áform, sem heimil eru með lögum frá í sumar, að stofna sérstakt félag utan um framkvæmdirnar. „Það stendur til að stofna Vegagerð ohf. til hliðar við Vegagerðina. Er þetta leið til að búa til ný störf?“ spyr hann.- bþs Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hugnast illa áform um að leggja vegtolla á umferð til að fjármagna framkvæmdir á Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsvegi. „Það hefur verið þjóðarsátt um gjaldtöku til framkvæmda og hún hefur farið fram með sköttum á eldsneyti,“ segir Runólfur. Árlega séu 35 milljarðar innheimtir með þeim hætti en aðeins hluti fjárins renni til vegaframkvæmda. Þá gagnrýnir hann að í hugmyndum um gjaldtöku sé ekki gert ráð fyrir valleiðum, það er leiðum sem ekki þurfi að greiða fyrir að aka um. Fólk muni því ekki eiga val. Runólfur gagnrýnir líka framkvæmdirnar sem ráðast á í. „Í þessu árferði vil ég frekar að farið verði í minni viðhaldsverkefni. Það er hægt, og þarf, að auka öryggi víða með litlum tilkostnaði.“ Hann er líka andvígur tvöföldun Suðurlandsvegar. „Ég tel réttara að fara í 2+1 veg. Slíkir vegir eru öruggari en 2+2 vegir og við sjáum að sú leið hefur verið valin á fjölförnum vegum víða, til dæmis á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Runólfur undrast líka þau áform, sem heimil eru með lögum frá í sumar, að stofna sérstakt félag utan um framkvæmdirnar. „Það stendur til að stofna Vegagerð ohf. til hliðar við Vegagerðina. Er þetta leið til að búa til ný störf?“ spyr hann.- bþs
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira