Þrekvirki að bjarga hrossum úr eldinum 13. nóvember 2010 10:15 Þrír menn börðust við að bjarga hrossunum í reykmekki og myrkri. Þegar búið var að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp af miklum krafti og húsið varð alelda á svipstundu.fréttablaðið/daniel „Það er ólýsanlegt þrekvirki að ná hrossunum út úr brennandi hesthúsinu,“ segir Þorlákur Sveinsson, sonur Sveins Inga Grímssonar sem átti hesthúsið í Mosfellsbæ sem varð eldi að bráð í fyrrakvöld. Í húsinu voru þrír vel ættaðir stóðhestar, tveir reiðhestar, 1. verðlauna hryssa og tvö folöld. Ljóst er að mikil verðmæti voru í hrossunum sem tókst með snarræði að bjarga á síðustu stundu. Þrír menn komu að björguninni, Gunnar Valsson, kunningi eiganda hesthússins, og tveir lögreglumenn. Þegar þeir komu að hesthúsinu um ellefu leytið í fyrrakvöld var húsið læst, þannig að þeir urðu að brjótast inn í það. „Inni var mikill reykur, svartamyrkur og eldur logandi í vegg milli hesthúsanna,“ lýsir Gunnar aðkomunni. „Hrossin voru prjónandi inni og reyndu að komast út úr stíunum. Um leið og við vorum búnir að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp. Allt gerðist þetta hratt. Það var eins við hefðum átt að vera þarna nákvæmlega á þessum tíma. Þetta gekk eins og í lygasögu.“ Gunnar vissi ekki af folöldunum í hlöðunni, en kveðst hafa kallað til lögreglumannanna og beðið þá um að kíkja inn í hana. Þá hefði komið í ljós að tvö folöld hefðu verið þar í stíu. Lögreglumennirnir gengu í að bjarga þeim út. Gunnar hrósar mönnunum mjög fyrir framgöngu þeirra við að bjarga hrossunum úr eldinum. „Þeir voru algjörir snillingar þessir lögreglumenn,“ segir hann. Svo mikill var reykurinn að mennirnir þrír urðu að þreifa eftir klinkunum til að geta opnað stíurnar. Eldur snarkaði í gólfi kaffistofu fyrir ofan þá. „Svo þurftum við að slá hrossin niður því þau prjónuðu alltaf upp á milligerðin,“ útskýrir Gunnar og segir mennina varla hafa greint hver annan í mekkinum. Þegar hrossunum hafði verið komið út fóru Gunnar og lögreglumennirnir inn í öll hús í lengjunni til að athuga hvort hross væru í fleiri húsum. Svo reyndist ekki vera. Mennirnir þrír fóru á slysadeild að björgunarafrekinu loknu. Gunnar kveðst hafa fengið reykeitrun, en sé orðinn góður. „En það var fyrst á slysadeildinni sem við sáum hver framan í annan,“ segir hann og er ánægður með björgunarstörfin.jss@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
„Það er ólýsanlegt þrekvirki að ná hrossunum út úr brennandi hesthúsinu,“ segir Þorlákur Sveinsson, sonur Sveins Inga Grímssonar sem átti hesthúsið í Mosfellsbæ sem varð eldi að bráð í fyrrakvöld. Í húsinu voru þrír vel ættaðir stóðhestar, tveir reiðhestar, 1. verðlauna hryssa og tvö folöld. Ljóst er að mikil verðmæti voru í hrossunum sem tókst með snarræði að bjarga á síðustu stundu. Þrír menn komu að björguninni, Gunnar Valsson, kunningi eiganda hesthússins, og tveir lögreglumenn. Þegar þeir komu að hesthúsinu um ellefu leytið í fyrrakvöld var húsið læst, þannig að þeir urðu að brjótast inn í það. „Inni var mikill reykur, svartamyrkur og eldur logandi í vegg milli hesthúsanna,“ lýsir Gunnar aðkomunni. „Hrossin voru prjónandi inni og reyndu að komast út úr stíunum. Um leið og við vorum búnir að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp. Allt gerðist þetta hratt. Það var eins við hefðum átt að vera þarna nákvæmlega á þessum tíma. Þetta gekk eins og í lygasögu.“ Gunnar vissi ekki af folöldunum í hlöðunni, en kveðst hafa kallað til lögreglumannanna og beðið þá um að kíkja inn í hana. Þá hefði komið í ljós að tvö folöld hefðu verið þar í stíu. Lögreglumennirnir gengu í að bjarga þeim út. Gunnar hrósar mönnunum mjög fyrir framgöngu þeirra við að bjarga hrossunum úr eldinum. „Þeir voru algjörir snillingar þessir lögreglumenn,“ segir hann. Svo mikill var reykurinn að mennirnir þrír urðu að þreifa eftir klinkunum til að geta opnað stíurnar. Eldur snarkaði í gólfi kaffistofu fyrir ofan þá. „Svo þurftum við að slá hrossin niður því þau prjónuðu alltaf upp á milligerðin,“ útskýrir Gunnar og segir mennina varla hafa greint hver annan í mekkinum. Þegar hrossunum hafði verið komið út fóru Gunnar og lögreglumennirnir inn í öll hús í lengjunni til að athuga hvort hross væru í fleiri húsum. Svo reyndist ekki vera. Mennirnir þrír fóru á slysadeild að björgunarafrekinu loknu. Gunnar kveðst hafa fengið reykeitrun, en sé orðinn góður. „En það var fyrst á slysadeildinni sem við sáum hver framan í annan,“ segir hann og er ánægður með björgunarstörfin.jss@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira