Þrekvirki að bjarga hrossum úr eldinum 13. nóvember 2010 10:15 Þrír menn börðust við að bjarga hrossunum í reykmekki og myrkri. Þegar búið var að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp af miklum krafti og húsið varð alelda á svipstundu.fréttablaðið/daniel „Það er ólýsanlegt þrekvirki að ná hrossunum út úr brennandi hesthúsinu,“ segir Þorlákur Sveinsson, sonur Sveins Inga Grímssonar sem átti hesthúsið í Mosfellsbæ sem varð eldi að bráð í fyrrakvöld. Í húsinu voru þrír vel ættaðir stóðhestar, tveir reiðhestar, 1. verðlauna hryssa og tvö folöld. Ljóst er að mikil verðmæti voru í hrossunum sem tókst með snarræði að bjarga á síðustu stundu. Þrír menn komu að björguninni, Gunnar Valsson, kunningi eiganda hesthússins, og tveir lögreglumenn. Þegar þeir komu að hesthúsinu um ellefu leytið í fyrrakvöld var húsið læst, þannig að þeir urðu að brjótast inn í það. „Inni var mikill reykur, svartamyrkur og eldur logandi í vegg milli hesthúsanna,“ lýsir Gunnar aðkomunni. „Hrossin voru prjónandi inni og reyndu að komast út úr stíunum. Um leið og við vorum búnir að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp. Allt gerðist þetta hratt. Það var eins við hefðum átt að vera þarna nákvæmlega á þessum tíma. Þetta gekk eins og í lygasögu.“ Gunnar vissi ekki af folöldunum í hlöðunni, en kveðst hafa kallað til lögreglumannanna og beðið þá um að kíkja inn í hana. Þá hefði komið í ljós að tvö folöld hefðu verið þar í stíu. Lögreglumennirnir gengu í að bjarga þeim út. Gunnar hrósar mönnunum mjög fyrir framgöngu þeirra við að bjarga hrossunum úr eldinum. „Þeir voru algjörir snillingar þessir lögreglumenn,“ segir hann. Svo mikill var reykurinn að mennirnir þrír urðu að þreifa eftir klinkunum til að geta opnað stíurnar. Eldur snarkaði í gólfi kaffistofu fyrir ofan þá. „Svo þurftum við að slá hrossin niður því þau prjónuðu alltaf upp á milligerðin,“ útskýrir Gunnar og segir mennina varla hafa greint hver annan í mekkinum. Þegar hrossunum hafði verið komið út fóru Gunnar og lögreglumennirnir inn í öll hús í lengjunni til að athuga hvort hross væru í fleiri húsum. Svo reyndist ekki vera. Mennirnir þrír fóru á slysadeild að björgunarafrekinu loknu. Gunnar kveðst hafa fengið reykeitrun, en sé orðinn góður. „En það var fyrst á slysadeildinni sem við sáum hver framan í annan,“ segir hann og er ánægður með björgunarstörfin.jss@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
„Það er ólýsanlegt þrekvirki að ná hrossunum út úr brennandi hesthúsinu,“ segir Þorlákur Sveinsson, sonur Sveins Inga Grímssonar sem átti hesthúsið í Mosfellsbæ sem varð eldi að bráð í fyrrakvöld. Í húsinu voru þrír vel ættaðir stóðhestar, tveir reiðhestar, 1. verðlauna hryssa og tvö folöld. Ljóst er að mikil verðmæti voru í hrossunum sem tókst með snarræði að bjarga á síðustu stundu. Þrír menn komu að björguninni, Gunnar Valsson, kunningi eiganda hesthússins, og tveir lögreglumenn. Þegar þeir komu að hesthúsinu um ellefu leytið í fyrrakvöld var húsið læst, þannig að þeir urðu að brjótast inn í það. „Inni var mikill reykur, svartamyrkur og eldur logandi í vegg milli hesthúsanna,“ lýsir Gunnar aðkomunni. „Hrossin voru prjónandi inni og reyndu að komast út úr stíunum. Um leið og við vorum búnir að koma þeim út í gerði gaus eldurinn upp. Allt gerðist þetta hratt. Það var eins við hefðum átt að vera þarna nákvæmlega á þessum tíma. Þetta gekk eins og í lygasögu.“ Gunnar vissi ekki af folöldunum í hlöðunni, en kveðst hafa kallað til lögreglumannanna og beðið þá um að kíkja inn í hana. Þá hefði komið í ljós að tvö folöld hefðu verið þar í stíu. Lögreglumennirnir gengu í að bjarga þeim út. Gunnar hrósar mönnunum mjög fyrir framgöngu þeirra við að bjarga hrossunum úr eldinum. „Þeir voru algjörir snillingar þessir lögreglumenn,“ segir hann. Svo mikill var reykurinn að mennirnir þrír urðu að þreifa eftir klinkunum til að geta opnað stíurnar. Eldur snarkaði í gólfi kaffistofu fyrir ofan þá. „Svo þurftum við að slá hrossin niður því þau prjónuðu alltaf upp á milligerðin,“ útskýrir Gunnar og segir mennina varla hafa greint hver annan í mekkinum. Þegar hrossunum hafði verið komið út fóru Gunnar og lögreglumennirnir inn í öll hús í lengjunni til að athuga hvort hross væru í fleiri húsum. Svo reyndist ekki vera. Mennirnir þrír fóru á slysadeild að björgunarafrekinu loknu. Gunnar kveðst hafa fengið reykeitrun, en sé orðinn góður. „En það var fyrst á slysadeildinni sem við sáum hver framan í annan,“ segir hann og er ánægður með björgunarstörfin.jss@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira