Vill hætta aðlögunarferli og hefja raunverulegar viðræður við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2010 12:05 Ögmundur Jónasson dóms-, mannréttinda og samgönguráðherra vill ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á næstu tveimur mánuðum. Hann segir yfirstandandi viðræður snúast of mikið um aðlögun Íslands að sambandinu. Ögmundur Jónasson skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir mögulegt að ljúka viðræðum við Evrópusambandið á tveimur mánuðum, með því að hætta því sem hann kallar aðlögunarferli og taka upp raunverulegar viðræður. Ögmundur segir að Vinstri grænir hafi reynt að telja Samfylkinguna á það í stjórnarmyndunarviðræðum að þjóðin greiddi atkvæði um hvort fara skyldi í aðildarviðræður áður en slíkar viðræður hæfust. Samfylkingin hafi ekki fallist á það.Nú séu endalausir rýnihópar að störfum og Evrópusambandið beri í Íslendinga fé til að liðka fyrir í viðræðunum. Íslendingum sé boðið í endalausar kynnisferðir til Brussel með góðum viðgjörningi. Hann segir ferlið byggja á aðlögun gömlu austur evrópuríkjanna þegar þau gerðust aðilar að sambandinu. Í Morgunblaðsgreininni segir ráðherrann að honum sé löngu orðið ljóst að Evrópusambandið vilji Ísland. Samningaferlið sé vísvitandi haft langt til að laða Íslendinga til fylgislags við sambandið. Grein Ögmundar birtist skömmu eftir að rúmlega hundrað félags- og stuðningsmenn Vinstri grænna skoruðu á forystu flokksins að fara að stefnu hans í evrópumálum, en í þeim hópi eru margir í pólitísku baklandi Ögmundar, sem telja að núverandi forysta flokksins hafi svikið stefnu hans. Tengdar fréttir Vill ljúka aðildaviðræðum á tveimur mánuðum Ögmundur Jónasson dóms-, mannréttindamála og samgönguráðherra vill ljúka samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið á tveimur mánuðum og bera niðurstöðuna síðan undir þjóðina. 13. nóvember 2010 09:50 Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. 13. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Ögmundur Jónasson dóms-, mannréttinda og samgönguráðherra vill ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á næstu tveimur mánuðum. Hann segir yfirstandandi viðræður snúast of mikið um aðlögun Íslands að sambandinu. Ögmundur Jónasson skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir mögulegt að ljúka viðræðum við Evrópusambandið á tveimur mánuðum, með því að hætta því sem hann kallar aðlögunarferli og taka upp raunverulegar viðræður. Ögmundur segir að Vinstri grænir hafi reynt að telja Samfylkinguna á það í stjórnarmyndunarviðræðum að þjóðin greiddi atkvæði um hvort fara skyldi í aðildarviðræður áður en slíkar viðræður hæfust. Samfylkingin hafi ekki fallist á það.Nú séu endalausir rýnihópar að störfum og Evrópusambandið beri í Íslendinga fé til að liðka fyrir í viðræðunum. Íslendingum sé boðið í endalausar kynnisferðir til Brussel með góðum viðgjörningi. Hann segir ferlið byggja á aðlögun gömlu austur evrópuríkjanna þegar þau gerðust aðilar að sambandinu. Í Morgunblaðsgreininni segir ráðherrann að honum sé löngu orðið ljóst að Evrópusambandið vilji Ísland. Samningaferlið sé vísvitandi haft langt til að laða Íslendinga til fylgislags við sambandið. Grein Ögmundar birtist skömmu eftir að rúmlega hundrað félags- og stuðningsmenn Vinstri grænna skoruðu á forystu flokksins að fara að stefnu hans í evrópumálum, en í þeim hópi eru margir í pólitísku baklandi Ögmundar, sem telja að núverandi forysta flokksins hafi svikið stefnu hans.
Tengdar fréttir Vill ljúka aðildaviðræðum á tveimur mánuðum Ögmundur Jónasson dóms-, mannréttindamála og samgönguráðherra vill ljúka samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið á tveimur mánuðum og bera niðurstöðuna síðan undir þjóðina. 13. nóvember 2010 09:50 Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. 13. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Vill ljúka aðildaviðræðum á tveimur mánuðum Ögmundur Jónasson dóms-, mannréttindamála og samgönguráðherra vill ljúka samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið á tveimur mánuðum og bera niðurstöðuna síðan undir þjóðina. 13. nóvember 2010 09:50
Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. 13. nóvember 2010 06:00