Enn um styrk fræðasviða og mikilvægi hugvísinda Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun