Lífið

Tónleikar í London

Elíza Newman ELíza spilar á tvennum tónleikum í London dagana 11. og 16. mars.
Elíza Newman ELíza spilar á tvennum tónleikum í London dagana 11. og 16. mars.
Tónlistarkonan Elíza Newman spilar á tvennum tónleikum í London dagana 11. og 16. mars. Fyrri tónleikarnir verða órafmagnaðir á Troy Bar og hinir síðari verða með hljómsveit á Buffalo Bar. Elíza mun spila lög af nýjustu plötu sinni Pie in the Sky sem kom út um síðustu jól og verður gefin út í Bretlandi í vor. Platan var tekin upp í London og á Íslandi með hjálp upptökustjórans Gísla Kristjánssonar. Á henni eru tíu lög, þar á meðal hin vinsælu Ukulele Song For You og Hopeless Case.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.