Lífið

Slæm fyrirmynd

Naomi Campbell. MYND/BANG Showbiz
Naomi Campbell. MYND/BANG Showbiz

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell, 40 ára, viðurkennir að hún er langt frá því að vera góð fyrirmynd því hún hefur gert of mörg mistök í gegnum tíðina.

Þrátt fyrir öll mistökin leggur Naomi sig fram við að verða betri manneskja.

„Ég hef gert mörg mistök Allt of mörg mistök. Ég er ekki fullkomin manneskja en ég hef lært af þessum mistökum. Flest þeirra hafa ratað í fjölmiðla og mér þykir það miður," sagði Naomi.

„Þess vegna verð ég taugaveikluð og stressuð þegar fólk heldur því fram að ég sé góð fyrirmynd sem ég er ekki því ég hef ekki staðið mig sem skyldi í gegnum tíðina."

„Ég er að reyna að bæta mig og viðurkenni mistökin sem ég hef gert en núna er ég að leggja mig fram við að lifa lífinu á réttan máta," sagði hún.

„Ég er ekki þunglynd en þegar ég verð reið þá týni ég sjálfri mér og kem svo aftur þegar ég verð rólegri," svaraði Naomi spurð út í reiðisköstin sem hún á það til að fá.

„En ég ætla ekki að sökkva mér í sjálfsvorkun heldur leggja mig fram við að bæta mig og halda áfram að þroskast."

Stjörnumerkjapælingar, spár og spjall á Lífinu á Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.