Lífið

Lykill að velgengni er að fá aðstoð

Elle Macpherson. MYND/BANG Showbiz
Elle Macpherson. MYND/BANG Showbiz

Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson, 47 ára, heldur því fram að leyndarmálið á bak við velgengni hennar er að hún hefur alltaf verið ósmeyk við að biðja aðra um aðstoð við að framkvæma hugmyndir sínar.

Árið 1994 tók Elle þá afdrifaríku ákvörðun að yfirgefa módelskrifstofuna sem hún var skráð hjá og stofnaði eigið fyrirtæki sem selur í dag undirfatnað, dagatöl, förðunarvörur og líkamsræktarvörur svo eitthvað sé nefnt.

„Ef ég veit ekki hvernig ég á að fara að þá er ég óhrædd við að hringja í fólk og biðja um ráð eða aðstoð. Mörgum finnst niðurlægjandi að biðja aðra um hjálp en ekki mér," sagði Elle.

„Ég hef líka alltaf verið tilbúin að taka áhættur og prófa nýja hluti. Svo hef ég aldrei lagt áherslu á að fylgja tískunni," sagði hún jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.