Lífið

Kvenkyns Schwarzenegger á leið til Íslands - myndband

Monica Brant og Hjalti Árnason.
Monica Brant og Hjalti Árnason.

Bandaríska fitnessdrottningin Monica Brant er væntanleg til Íslands í nóvember. Eins og sést á myndskeiðinu hér sendir hún Íslendingum hlýja kveðju þar sem hún segist hlakka til að heimsækja landann.

Við höfðum samband við Hjalta Árnason framkvæmdastjóra íþróttaviðburðar sem haldinn verður 19. - 21 nóvember næstkomandi hér á landi til að forvitnast um hátíðina og af hverju hann bauð Monicu.

„Við buðum henni á Icelandic Fitness and Health Expo hátíðina sem við höldum í nóvember en þetta verður heimsviðburður á Íslandi. Þetta er svokallaða „multi sport festival" þar sem um er að ræða vaxtarrækt, fitness, ólympískar lyftingar og fimleika svo eitthvað sé nefnt," segir Hjalti og heldur áfram:

„Arnold Schwarzenegger heldur svipaðan viðburð árlega í Bandaríkjunum sem er gríðarlega vinsæll en við gerum hátíðina eftir þeirri fyrirmynd og aðlögum hana að íslenskum aðstæðum. Þegar við tilkynntum að Monica ætlaði að koma magnaðist stemningin á meðal vaxtarræktar fólksins hérna, " sagði Hjalti.

Getur þú sagt mér hver Monica er? „Hún er þekktust kvenna í líkamsræktargeiranum í heiminum. Hún er þekktasta módelið eða öllu heldur þekktasta og vinsælasta konan. Segja má að hún sé kvenkyns útgáfan af Arnold Schwarzenegger í vaxtarræktarheiminum. Monica hefur unnið fjölda titla, hún birtist sífellt á forsíðum á öllum þessum kvenna- og fitnessblöðum og er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Íslenskar konur geta lært af henni allt um þjálfun og mataræði," sagði hann.

„Það var náttúrulega bara mjög gaman að hitta hana og sjá hana í eigin persónu. Hún virkar miklu flottari þegar maður sér hana „læf" en hún er gríðarlegur atvinnumaður. Það geislar af henni gleðin og hamingjan þrátt fyrir að hún hakki ekki sig sælgæti. Hún er alltaf svona fitt. Það er ekkert „off season" hjá henni," sagði Hjalti.

Hér má sjá fitnessdrottninguna ræða við Hjalta fyrir örfáum dögum.

Hér sendir Monica Íslendingum kveðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.