Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar 29. september 2010 06:00 Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt.
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar