Kristján Sturluson: Berum við ábyrgð á stríðsglæpum? Kristján Sturluson skrifar 20. apríl 2010 06:00 Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs. Við sjáum líka hvernig átök hafa breyst þannig í augum sumra minna þau á tölvuleik. Þjáningar þeirra sem verða fyrir byssukúlum og sprengjum eru hins vegar þær sömu. Kvöl ástvina minnkar ekkert þó skotið hafi verið úr fjarlægð með hjálp myndavéla og tölva. Ef við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir hrylling af þessu tagi eigum við að gera tvennt: Vinna af öllum mætti að friðsamlegri lausn deilumála og efla og treysta þá samninga sem binda hendur vígamanna. Þegar svissneski kaupsýslumaðurinn Henri Dunant kom að Heljarslóðaorrustu við Solferino fyrir 150 árum lét hann sér ekki nægja að hrista höfuðið og býsnast yfir forheimsku stríðs. Hann hjúkraði hinum særðu, stofnaði Rauða krossinn og hvatti ráðamenn um allan heim til að semja um friðhelgi stríðssærðra og hjúkrunarfólks. Fimm árum eftir Heljarslóðaorrustu var fyrsti Genfarsamningurinn orðinn að veruleika. Enn í dag er verið að styrkja lög um framferði í stríði á ýmsan hátt. Nýlega gekk í gildi samningur sem takmarkar notkun á klasasprengjum. Jarðsprengjur hafa verið bannaðar. Ýmis vopn sem valda miklum skaða bæði á mönnum og umhverfi hafa verið gerð útlæg. Við Íslendingar getum eins og allir aðrir tekið virkan þátt í að móta þessar hömlur á hroðaverkum. Íslendingar hafa skrifað undir Genfarsamningana og því gilda þeir einnig um okkur eins og aðra. Fyrsta grein Genfarsamninganna er svona: „Hinir háttvirtu samningsaðilar skuldbinda sig til þess að virða samning þennan og tryggja að hann sé virtur í hvívetna." Við erum sumsé ekki áhorfendur. Við berum ábyrgð, meðal annars á því að aðrir fari að lögunum. Myndirnar úr þyrlunni í Írak hafa fært mörgum sönnur um að Genfarsamningarnir séu ekki alltaf virtir. En viðbrögð við birtingu þeirra sýna okkur líka að samningarnir eru hið alþjóðlega viðmið sem aðgreinir hernaðaraðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur með samningum skilgreint sem réttlætanlegar frá fordæmanlegum fólskuverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs. Við sjáum líka hvernig átök hafa breyst þannig í augum sumra minna þau á tölvuleik. Þjáningar þeirra sem verða fyrir byssukúlum og sprengjum eru hins vegar þær sömu. Kvöl ástvina minnkar ekkert þó skotið hafi verið úr fjarlægð með hjálp myndavéla og tölva. Ef við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir hrylling af þessu tagi eigum við að gera tvennt: Vinna af öllum mætti að friðsamlegri lausn deilumála og efla og treysta þá samninga sem binda hendur vígamanna. Þegar svissneski kaupsýslumaðurinn Henri Dunant kom að Heljarslóðaorrustu við Solferino fyrir 150 árum lét hann sér ekki nægja að hrista höfuðið og býsnast yfir forheimsku stríðs. Hann hjúkraði hinum særðu, stofnaði Rauða krossinn og hvatti ráðamenn um allan heim til að semja um friðhelgi stríðssærðra og hjúkrunarfólks. Fimm árum eftir Heljarslóðaorrustu var fyrsti Genfarsamningurinn orðinn að veruleika. Enn í dag er verið að styrkja lög um framferði í stríði á ýmsan hátt. Nýlega gekk í gildi samningur sem takmarkar notkun á klasasprengjum. Jarðsprengjur hafa verið bannaðar. Ýmis vopn sem valda miklum skaða bæði á mönnum og umhverfi hafa verið gerð útlæg. Við Íslendingar getum eins og allir aðrir tekið virkan þátt í að móta þessar hömlur á hroðaverkum. Íslendingar hafa skrifað undir Genfarsamningana og því gilda þeir einnig um okkur eins og aðra. Fyrsta grein Genfarsamninganna er svona: „Hinir háttvirtu samningsaðilar skuldbinda sig til þess að virða samning þennan og tryggja að hann sé virtur í hvívetna." Við erum sumsé ekki áhorfendur. Við berum ábyrgð, meðal annars á því að aðrir fari að lögunum. Myndirnar úr þyrlunni í Írak hafa fært mörgum sönnur um að Genfarsamningarnir séu ekki alltaf virtir. En viðbrögð við birtingu þeirra sýna okkur líka að samningarnir eru hið alþjóðlega viðmið sem aðgreinir hernaðaraðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur með samningum skilgreint sem réttlætanlegar frá fordæmanlegum fólskuverkum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun