Kristján Sturluson: Berum við ábyrgð á stríðsglæpum? Kristján Sturluson skrifar 20. apríl 2010 06:00 Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs. Við sjáum líka hvernig átök hafa breyst þannig í augum sumra minna þau á tölvuleik. Þjáningar þeirra sem verða fyrir byssukúlum og sprengjum eru hins vegar þær sömu. Kvöl ástvina minnkar ekkert þó skotið hafi verið úr fjarlægð með hjálp myndavéla og tölva. Ef við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir hrylling af þessu tagi eigum við að gera tvennt: Vinna af öllum mætti að friðsamlegri lausn deilumála og efla og treysta þá samninga sem binda hendur vígamanna. Þegar svissneski kaupsýslumaðurinn Henri Dunant kom að Heljarslóðaorrustu við Solferino fyrir 150 árum lét hann sér ekki nægja að hrista höfuðið og býsnast yfir forheimsku stríðs. Hann hjúkraði hinum særðu, stofnaði Rauða krossinn og hvatti ráðamenn um allan heim til að semja um friðhelgi stríðssærðra og hjúkrunarfólks. Fimm árum eftir Heljarslóðaorrustu var fyrsti Genfarsamningurinn orðinn að veruleika. Enn í dag er verið að styrkja lög um framferði í stríði á ýmsan hátt. Nýlega gekk í gildi samningur sem takmarkar notkun á klasasprengjum. Jarðsprengjur hafa verið bannaðar. Ýmis vopn sem valda miklum skaða bæði á mönnum og umhverfi hafa verið gerð útlæg. Við Íslendingar getum eins og allir aðrir tekið virkan þátt í að móta þessar hömlur á hroðaverkum. Íslendingar hafa skrifað undir Genfarsamningana og því gilda þeir einnig um okkur eins og aðra. Fyrsta grein Genfarsamninganna er svona: „Hinir háttvirtu samningsaðilar skuldbinda sig til þess að virða samning þennan og tryggja að hann sé virtur í hvívetna." Við erum sumsé ekki áhorfendur. Við berum ábyrgð, meðal annars á því að aðrir fari að lögunum. Myndirnar úr þyrlunni í Írak hafa fært mörgum sönnur um að Genfarsamningarnir séu ekki alltaf virtir. En viðbrögð við birtingu þeirra sýna okkur líka að samningarnir eru hið alþjóðlega viðmið sem aðgreinir hernaðaraðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur með samningum skilgreint sem réttlætanlegar frá fordæmanlegum fólskuverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs. Við sjáum líka hvernig átök hafa breyst þannig í augum sumra minna þau á tölvuleik. Þjáningar þeirra sem verða fyrir byssukúlum og sprengjum eru hins vegar þær sömu. Kvöl ástvina minnkar ekkert þó skotið hafi verið úr fjarlægð með hjálp myndavéla og tölva. Ef við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir hrylling af þessu tagi eigum við að gera tvennt: Vinna af öllum mætti að friðsamlegri lausn deilumála og efla og treysta þá samninga sem binda hendur vígamanna. Þegar svissneski kaupsýslumaðurinn Henri Dunant kom að Heljarslóðaorrustu við Solferino fyrir 150 árum lét hann sér ekki nægja að hrista höfuðið og býsnast yfir forheimsku stríðs. Hann hjúkraði hinum særðu, stofnaði Rauða krossinn og hvatti ráðamenn um allan heim til að semja um friðhelgi stríðssærðra og hjúkrunarfólks. Fimm árum eftir Heljarslóðaorrustu var fyrsti Genfarsamningurinn orðinn að veruleika. Enn í dag er verið að styrkja lög um framferði í stríði á ýmsan hátt. Nýlega gekk í gildi samningur sem takmarkar notkun á klasasprengjum. Jarðsprengjur hafa verið bannaðar. Ýmis vopn sem valda miklum skaða bæði á mönnum og umhverfi hafa verið gerð útlæg. Við Íslendingar getum eins og allir aðrir tekið virkan þátt í að móta þessar hömlur á hroðaverkum. Íslendingar hafa skrifað undir Genfarsamningana og því gilda þeir einnig um okkur eins og aðra. Fyrsta grein Genfarsamninganna er svona: „Hinir háttvirtu samningsaðilar skuldbinda sig til þess að virða samning þennan og tryggja að hann sé virtur í hvívetna." Við erum sumsé ekki áhorfendur. Við berum ábyrgð, meðal annars á því að aðrir fari að lögunum. Myndirnar úr þyrlunni í Írak hafa fært mörgum sönnur um að Genfarsamningarnir séu ekki alltaf virtir. En viðbrögð við birtingu þeirra sýna okkur líka að samningarnir eru hið alþjóðlega viðmið sem aðgreinir hernaðaraðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur með samningum skilgreint sem réttlætanlegar frá fordæmanlegum fólskuverkum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun