Jakob Bjarnar Grétarsson: Siðareglur blaðamanna Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 20. apríl 2010 06:00 Á undanförnum árum hafa fallið meiðyrðamálsdómar yfir blaðamönnum sem eru móðgun við heilbrigða skynsemi. Þetta helgast meðal annars af því að dómstólar hafa lítið vit á blaðamennsku og fáránlegt að þeir skuli hafa með höndum ritstjórnar- og dagskrárvald. En, því miður getur sjálft fagfélagið, Blaðamannafélag Íslands, sér sjálfu um kennt. Í tæpa hálfa öld hefur félagið verið að burðast með hégómlegar og skaðlegar siðareglur. Í ár og áratugi hafa þessar siðareglur verið gagnrýndar innan félagsins en menn hafa einhverra hluta vegna dregið lappirnar við endurskoðun þeirra. Nú er komin fram tillaga hóps undir forystu Birgis Guðmundssonar lektors á Akureyri að nýjum Siðareglum þar sem í sjálfu sér er litlu sem engu breytt. Þetta er þrátt fyrir að ýmsir hafi sett fram rökstudda gagnrýni á reglurnar án þess að komið hafi fram mótrök utan: En svona er þetta í löndunum í kringum okkur - eins og það séu einhver rök í sjálfu sér. Óskiljanlegt er af hverju menn þumbast við að mæta réttmætum athugasemdum. „Ég drap ekki mávinn með hamri,“ sagði drengurinn uppúr eins manns hljóði. Í fyrstu grein tillagna segir meðal annars: „Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir fagstétt hans, hlutverk stéttarinnar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í störfum sínum og skiptum við starfsfélaga.“ En ekki hvað? má spyrja á móti. Eitt er að templarar og ungmennafélagsfrömuðir séu að dunda sér við að skrá einhverjar reglur um ákjósanlega hegðan, einhver svona sjálfsögðheit, en annað er að fagfélag, þar sem helsta verkfærið er sjálft tungumálið og merking þess, fari fram með svona skvaldur í siðareglum sínum. Ekki síst þegar um er að ræða bein skilaboð til dómsstóla landsins. Hjá þessu mætti hugsanlega skauta ef það væri ekki svo að merking nærist á andstæðu sinni; þetta gefur hreinlega til kynna að blaðamenn séu upp til hópa slúbbertar sem þurfa einhverjar svona barnaskólareglur sem stiku í lífinu og tilverunni umfram aðrar stéttir. Mætti jafnvel spyrja hvort ekki sé allt eins rétt að sett sé ákvæði í siðareglur þess efnis að blaðamenn bursti í sér tennurnar að morgni dags og á kvöldin. Í tillögunum skortir ekki móraliseringar og þar er reynt að vernda viðurkenndnar skoðanir [sic]. Eins og sjá má í 5. grein: „Hann reynir því að draga úr hættunni á að fyrir tilverknað fjölmiðla aukist mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar, tungumáls, trúarskoðana eða sannfæringar.“ Þetta lítur svo sem nógu vel út á yfirborðinu. Hver er ekki á móti rasisma? En hver er hin raunverulega merking. Jú, í stað þess að greina frá atburðum eins og þeir koma fyrir af kúnni þá eiga blaðamenn jafnframt að hafa mannbætandi áhrif á samfélagið. Og hvernig gera þeir það? Jú, með því að halda tilteknum staðreyndum utan frétta. Væntanlega af ótta við að heimskur múgurinn gæti farið að oftúlka staðreyndirnar. Þetta brýtur í bága við sjálfan kjarna blaðamennskunnar. Sjálfsagt er að blaðamenn setji sér siðareglur sem kveða á um að þeim sé óheimilt að fjalla um mál þar sem þeir sjálfir eru hagsmunatengdir, að það sé bannað að þiggja mútur og jafnvel að setja þar inn háleit markmið eins og að standa eigi vörð um hagsmuni almennings og tjáningarfrelsið. Og hugsanlega væri hægt að setja kíkinn á blinda augað gagnvart ofansögðu og vera ekki með þetta vesen ef ekki kæmi til hin alræmda 3. regla – svokölluð tillitssemisregla – sem nú er komin númer fjögur í tillögur að nýjum siðareglum: „Blaðamaður sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Enn má spyrja: En ekki hvað? Reyndin er sú að mikill meirihluti mála sem koma fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins er vegna þessarar reglu og það ekki af ástæðulausu. Því þó þetta hljómi nógu vel á yfirborðinu, sýnist háleitt og fagurt, er merkingin kolbrengluð. Þarna er innbyggð meinloka. Það er einfaldlega svo að ef einhver kýs að móðgast, burtséð frá aðstæðum, burtséð frá því hversu blaðamaður hefur vandað til verka, þá er fyrirliggjandi að blaðamaður hefur ekki sýnt nægilega tillitssemi móðgist sá sem um er rætt. Þessi dæmi eru fjarri því að vera það eina sem setja má út á í tillögunum. Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn 29. þessa mánaðar og þar verða þessar tillögur ræddar. Ég skora á félaga mína í BÍ að mæta og koma í veg fyrir að þeir eigi yfir höfði sér aðra eins skaðlega merkingarleysu næstu áratugina – eftir sem áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa fallið meiðyrðamálsdómar yfir blaðamönnum sem eru móðgun við heilbrigða skynsemi. Þetta helgast meðal annars af því að dómstólar hafa lítið vit á blaðamennsku og fáránlegt að þeir skuli hafa með höndum ritstjórnar- og dagskrárvald. En, því miður getur sjálft fagfélagið, Blaðamannafélag Íslands, sér sjálfu um kennt. Í tæpa hálfa öld hefur félagið verið að burðast með hégómlegar og skaðlegar siðareglur. Í ár og áratugi hafa þessar siðareglur verið gagnrýndar innan félagsins en menn hafa einhverra hluta vegna dregið lappirnar við endurskoðun þeirra. Nú er komin fram tillaga hóps undir forystu Birgis Guðmundssonar lektors á Akureyri að nýjum Siðareglum þar sem í sjálfu sér er litlu sem engu breytt. Þetta er þrátt fyrir að ýmsir hafi sett fram rökstudda gagnrýni á reglurnar án þess að komið hafi fram mótrök utan: En svona er þetta í löndunum í kringum okkur - eins og það séu einhver rök í sjálfu sér. Óskiljanlegt er af hverju menn þumbast við að mæta réttmætum athugasemdum. „Ég drap ekki mávinn með hamri,“ sagði drengurinn uppúr eins manns hljóði. Í fyrstu grein tillagna segir meðal annars: „Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir fagstétt hans, hlutverk stéttarinnar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í störfum sínum og skiptum við starfsfélaga.“ En ekki hvað? má spyrja á móti. Eitt er að templarar og ungmennafélagsfrömuðir séu að dunda sér við að skrá einhverjar reglur um ákjósanlega hegðan, einhver svona sjálfsögðheit, en annað er að fagfélag, þar sem helsta verkfærið er sjálft tungumálið og merking þess, fari fram með svona skvaldur í siðareglum sínum. Ekki síst þegar um er að ræða bein skilaboð til dómsstóla landsins. Hjá þessu mætti hugsanlega skauta ef það væri ekki svo að merking nærist á andstæðu sinni; þetta gefur hreinlega til kynna að blaðamenn séu upp til hópa slúbbertar sem þurfa einhverjar svona barnaskólareglur sem stiku í lífinu og tilverunni umfram aðrar stéttir. Mætti jafnvel spyrja hvort ekki sé allt eins rétt að sett sé ákvæði í siðareglur þess efnis að blaðamenn bursti í sér tennurnar að morgni dags og á kvöldin. Í tillögunum skortir ekki móraliseringar og þar er reynt að vernda viðurkenndnar skoðanir [sic]. Eins og sjá má í 5. grein: „Hann reynir því að draga úr hættunni á að fyrir tilverknað fjölmiðla aukist mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar, tungumáls, trúarskoðana eða sannfæringar.“ Þetta lítur svo sem nógu vel út á yfirborðinu. Hver er ekki á móti rasisma? En hver er hin raunverulega merking. Jú, í stað þess að greina frá atburðum eins og þeir koma fyrir af kúnni þá eiga blaðamenn jafnframt að hafa mannbætandi áhrif á samfélagið. Og hvernig gera þeir það? Jú, með því að halda tilteknum staðreyndum utan frétta. Væntanlega af ótta við að heimskur múgurinn gæti farið að oftúlka staðreyndirnar. Þetta brýtur í bága við sjálfan kjarna blaðamennskunnar. Sjálfsagt er að blaðamenn setji sér siðareglur sem kveða á um að þeim sé óheimilt að fjalla um mál þar sem þeir sjálfir eru hagsmunatengdir, að það sé bannað að þiggja mútur og jafnvel að setja þar inn háleit markmið eins og að standa eigi vörð um hagsmuni almennings og tjáningarfrelsið. Og hugsanlega væri hægt að setja kíkinn á blinda augað gagnvart ofansögðu og vera ekki með þetta vesen ef ekki kæmi til hin alræmda 3. regla – svokölluð tillitssemisregla – sem nú er komin númer fjögur í tillögur að nýjum siðareglum: „Blaðamaður sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Enn má spyrja: En ekki hvað? Reyndin er sú að mikill meirihluti mála sem koma fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins er vegna þessarar reglu og það ekki af ástæðulausu. Því þó þetta hljómi nógu vel á yfirborðinu, sýnist háleitt og fagurt, er merkingin kolbrengluð. Þarna er innbyggð meinloka. Það er einfaldlega svo að ef einhver kýs að móðgast, burtséð frá aðstæðum, burtséð frá því hversu blaðamaður hefur vandað til verka, þá er fyrirliggjandi að blaðamaður hefur ekki sýnt nægilega tillitssemi móðgist sá sem um er rætt. Þessi dæmi eru fjarri því að vera það eina sem setja má út á í tillögunum. Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn 29. þessa mánaðar og þar verða þessar tillögur ræddar. Ég skora á félaga mína í BÍ að mæta og koma í veg fyrir að þeir eigi yfir höfði sér aðra eins skaðlega merkingarleysu næstu áratugina – eftir sem áður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun